Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
Nýtt risavaxið sjávarútvegsfyrirtæki að líta
dagsins Ijós i Vestmannaeyjum:
Ræður yfir 13
fiskiskipum og 20.000
tonna aflaheimildum
Tilkynnt hefiir verið um samrunafyrir-
ætlanir stærstu hluthafa í Isfélagi Vest-
mannaeyja hf. og Vinnslustöðvarinnar hf.
í Vestmannaeyjum. A síðasta ári komu
upp svipaðar hugmyndir og þá var ætl-
unin að inni í sameiningunni yrðu einnig
Krossanes hf. á Akureyri og Ósland á
Höfn í Hornafirði en sú stóra sameining
varð að engu. Æ síðan hafa verið raddir
uppi um að af samruna stóru fyrirtækj-
anna í Vestmannaeyjum yrði, engu að
síður, og virðist svo sem lendingu hafi
verið náð á bak við tjöldin í sameiningar-
ferlinu.
Hið nýja félag mun bera nafnið Isfélag
Vestmannaeyja og miðast samruninn við
30. apríl 2000. „Það er markmið þeirra
sem unnið hafa að undirbúningi samruna
félaganna, að byggja upp í Vestmanna-
eyjum öflugt og hagkvæmt sjávarútvegs-
fyrirtæki til að nýta þau tækifæri sem
bjóðast í framtíðinni," segir í tilkynn-
ingu þeirri sem félögin tvö sendu frá sér
nú x júlí en Ijóst er að stærð sameinaðs
félags er mikil. Það hefur í aflaheimild-
um um 20 þúsund þorskígildistonn og
tekur rekstur þess til 13 fiskiskipa,
þriggja fiskimjölsverksmiðja, öflugrar
saltfiskvinnslu og bolfiskfrystingar, auk
góðrar aðstöðu til verkunar á síld og
humri.
Nýr rekstrarstjóri
Skagstrendings
á Seyðisfirði
Ómar Bogason hefur verið ráðinn
rekstrarstjóri Skagstrendings hf. á
Seyðifirði. Ómar er fæddur þann 30.
júní 1960 á Djúpavogi þar sem hann
ólst upp. Hann lauk verslunarprófi
frá Alþýðuskólanum á Eiðum árið
1978. Ómar gegndi ýmsum störfum
hjá Búlandstindi hf. á árunum 1990-
1998, síðast starfi skrifstofustjóra.
Ómar tekur við nýja starfinu þann
1. ágúst.
Ægir í
sumarleyfi
Vegna sumarleyfa starfsmanna kemur
tímaritió Ægir ekki út í ágústmánuði.
Næsta blað, 9. tölublað ársins, veróur
gefið út í september.
Kæling og ísun á
öllum fiski til sjós
og lands!
0 Rækja / humar 0
0 Bolfiskur 0
(Kæling/ísun í lest)
0 Uppsjávarfiskur 0
3>þ Kæling í fiskeldi 0
NÝTT FLO Ís-OEL KÆLgKERFB VAR TEW í
NOTKUN UM BORÐ í ARNARBORG í MARS S.L.
TIL KÆLINGAR Á ÖLLU HRÁEFNB UM BORÐ
“ískerfið frá STG ísve'him hefur reynst fullkomlega um borð hjá okkur frá fyrsta
degi! T.d. við kœlingu á rcekju ímóttöku og eftir suðu. Afköst eru mikil og búnaðurinn
tekur lítið pláss, er einfaldur í notkun og vinnuhagrœðing um borð hjá okkur er mjög
mikil. Afköst í lausfrystingu og hráefnisgœði hafa einnig aukist verulega.”
STG ísvélar / Fljótandi Ís-GEL kælikerfi til sjós og lands Fosshálsi 27, 110 Reykjavík
Stmar 587 6005 / 896 1182 Fax 587 6004 stg@mmedia.is
Flo Ís-GEL ísvélar eru fáanlegar i
9 mismunandi stœrðum og gerðum !
Fljótandi Ís-Gel