Ægir - 01.07.2000, Síða 19
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-GUNNVÖR HF
Myndir: Halldór Sveinbjörnsson
Einar Valur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri
Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf.
„Okkar markmið var að byggja
fyrirtæki með marga sterka
fætur í sjávarútvegi en við höf-
um aldrei haft drauma um að
teljast tiL sjávarútvegsrisa."
verið nokkuð stöðugt ástand að undan-
förnu. Sjófrystar afurðir fyrirtækisins fara
á Ameríku-, Bretlands- og Asíumarkaði
en rækja fer á markaði í Bretlandi og á
meginlandi Evrópu.
„Þróun afurðaverðs að undanförnu
hefur verið sú að talsverður þrýstingur
hefur verið til lækkunar," segir Einar
Valur um stöðu afurðamála.
Þrátt fyrir að rækjuafli hafi verið lítill
að undanförnu hér við land þá hefur
rækjuverksmiðjunni í Súðavík verið hald-
ið í fullri vinnslu með afla af eigin
skipum, auk þess em vel aflaðist af
innfjarðarrækju í Isafjarðardjúpi í vetur
og síðan hefur verið fyllt upp í með
kaupum á frystu hráefni, aðallega af
Flæmaska hattinum og úr Barentshafi.
Teikn eru þó á lofti um að rækjuafli sé að
skána við landið og slíkt hlýtur að vera
fagnaðarefni rækjuvinnslum og -útgerð-
um.
„Við höfum byggt vinnsluna upp á afla
eigin skipa og vissulega hefur útgerðin
verið kostnaðarsöm þegar aflinn er svo
lítill sem raun ber vitni en við væntum
þess að rækjan nái sér á strik á nýjan leik
og þá höfum við sterka stöðu. Við sjáum
reglubundið svona niðursveiflur og til að
mynda fór grálúðan mjög langt niður en
virðist vera á hraðri uppleið á nýjan leik
og verður úthlutaður grálúðukvóti á
komandi fiskveiðiári helmingi meiri en á
yfirstandandi kvótaári, sem kemur okkar
fyrirtæki mjög vel þar sem við höfum yfir
8% hlutdeild í grálúðukvótanum. Sem
dæmi um trú okkar á rækjunni í framtíð-
inni þá höfum við nýverið fjárfest í
rækjukvóta en það gerum við í þeirri trú
að það kerfi sem sjávarútvegsfyrirtækjum
er gert að vinna eftir tryggi okkur
stöðugleika og geri mönnum kleift að
skipuleggja rekstur og framtíðarfjárfest-
ingar fyrirtækjanna til lengri tíma,“ seg-
ir Einar Valur.
Engir risadraumar
Eins og áður segir er kvótastaða Hrað-
frystihússins-Gunnvarar hf. sterk og fjöl-
breytt. Félagið er opið og starfandi á
hlutabréfamarkaði, sem Einar segir að
geri fyrirtækið gegnsætt fyrir almenning
og geri jafnframt kröfur á stjórnendur.
„Við nýttum okkur t.d. markaðinn
með því að bjóða út hlutafé og sækja okk-
ur lánsfé á þann hátt. Það útboð gekk vel
og ég hef trú á að í augum markaðarins
höfum við jákvæða ímynd þar sem við
höfum ráðist í þær aðgerðir sem við boð-
uðum við sameiningu fyrirtækjanna.
Okkar markmið var að byggja fyrirtæki
með marga sterka fætur í sjávarútvegi en
við höfum aldrei haft drauma um að telj-
ast til sjávarútvegsrisa. Það að hafa fleiri
fætur að standa á þegar misjafnlega árar í
greininni er kostur og vonandi höfum við
í höndum fyrirtæki sem getur boðið sínu
starfsfólki trygga atvinnu til framtíðar og
skilað eigendum ásættanlegum arði,“
segir Einar Valur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunn-
varar hf.