Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2000, Page 30

Ægir - 01.07.2000, Page 30
ERLENT Fram til þessa hefur verið lítill áhugi á nýtingu djúpsjáv- arfiska þar sem veiðar hefðbundinna tegunda, svo sem þorsks, hafa verið mjög arðbærar en kvóti þó minnkað. Það hefur vakið aukinn áhuga á því að hefja veiðar og nýtingu áður ónýttra tegunda sem lifa á miklu dýpi. Norski línuveiðarinn Loran stundaði í fyrra djúpsjávarveiðar á Hattonsvæðinu. Dýpi og veiðarfæri ráða því hvaða teg- undir veiðast. Tilraunin er talin lofa góðu um slíkar veiðar í framtíðinni. Upp úr 1990 voru þorskveiðar Norð- manna í lægð. Þá fór verksmiðjutogarinn Ramoen á tilraunaveiðar á Atlantshafs- hryggnum, allt frá Azoreyjum og norður á 51. gráðu. Nokkrum árum síðar voru gerðar tilraunir með línuveiðar á sama svæði. Síðan hafa norsk skip veitt karfa á Reykjaneshryggnum og fengið gott verð fyrir hann, en það svæði er hluti hins mikla neðansjávarfjallgarðs sem liggur frá norðri til suðurs í miðju Atlantshafmu þar sem hæstu tindar eru mörg þúsund metrar. Talsverð áhætta fylgir því að veiða nýj- ar fiskitegundir á óþekktri djúpslóð. Beita þarf öðrum vinnsluaðferðum og markaður fyrir afurðirnar er ekki vís. Meðan veiðar og vinnsla hefðbundinna fiskistofna eru arðbær eru útgerðarmenn og fiskverkendur tregir til að kanna nýjar leiðir í veiðum og vinnslu. Undanfarin 8-9 ár hafa Norðmenn gert tilraunir með að nýta fiskúrgang betur en nú er gert og einnig gaumgæft arðsemi veiða og vinnslu djúpsjávarfiska. Talið er að álitlegustu tegundirnar séu snarphali, slétthali, móra og ýmsir háffiskar. Hatton svæðið Norðmenn hafa aðallega stundað til- raunaveiðar djúpsjávarfiska á Hatton svæðinu vestan Bretlandseyja á togaran- um Koralnes og línuveiðaranum Loran. Komið hefur í ljós að dýpi og veiðarfæri ráða fyrst og fremst samsetningu aflans. Um 74% aflans á línu voru háffiskar en beinfiskar um 74% af afla í troll, mest slétthali og gjölnir, sem alls ekki veiðast á línu. Þar eð samsetning aflans er svo ólík eft- ir veiðarfærum hafa skipin ekki sömu möguleika á að veiða djúpsjávartegundir. Tilraunaveiðar og markaðs- setning afurða Nauðsynlegt er að gera tilraunir með veiðarfæri og þróa þau með tilliti til reynslunnar. Sama gildir um verkun og

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.