Ægir - 01.07.2000, Síða 31
ERLENT
vinnslu aflans til að kanna markaðinn og
líffræðilegar rannsóknir þurfa jafnframt
að koma til. Allt þetta hefur verið sam-
starfsverkefni fiskiskipa, framleiðenda
veiðarfæra, iðnfýrirtækja, útflytjenda og
vísindamanna.
Til lítils er að finna nýjar leiðir í fisk-
veiðum og fiskvinnslu ef markaður er
ekki fyrir hendi. Umsetning er forsenda
framleiðslu verðmæta. Þess vegna tekur
það langan tíma að koma nýjum fiskiteg-
undum á markað svo hagnaður skili sér.
Sömuleiðis getur markaður verið fyrir
hendi án þess að um hann sé vitað.
Norðmenn þekkja nú þegar allvel til
djúpfiskimiða og einnig hvaða veiðarfæri
eru vænleg til árangurs en búnað til veiða
og vinnslu þarf að þróa og bæta. I stórum
dráttum er þó ljóst að hverju ber að
stefna. Stærsta og mikilvægasta verkefnið
er markaðssetningin.
Sjómenn þurfa að vita nokkurn veginn
hvaða verð þeir fá fyrir aflann. Eins og
málum er háttað nú er lítið vitað hvað
fæst fyrir frysta móru, flakaða eða slægða
með haus. Til að komast að því senda út-
flytjendur prufur til þeirra sem kaupa
frystar fiskafurðir.
Djúpsjávartegundir að mestu
seldar ferskar
Frakkar, Spánverjar og Færeyingar nýta
nú þegar ýmsar tegundir djúpsjávarfiska
en selja sáralftið fryst. Til að kanna fersk-
fiskmarkaðinn hafa nokkrir norskir út-
flytjendur flutt fisk á markað í Frakk-
landi. Aflinn hefur verið ísaður í kassa
um borð, honum landað í Skotlandi og á
írlandi og hann sxðan fluttur á uppboðs-
markað í Bologne. Árið 1998 fengust að
meðaltali um 145 ÍSK fyrir kxlóið af
brúnháfi og um 126 ISK fyrir kílóið af
svartháfi, báðar tegundir slægðar með
haus. Verð á ferskum fiski er mjög háð
því hversu miklu er landað og á allan
slíkan fisk leggst kostnaður svo sem toll-
ur, flutningskostnaður og umboðs- og
umpökkunarlaun.
Sem stendur eru möguleikarnir mestir
á ferskfiskmarkaðinum en fæst skip sem
búin eru til veiða á alþjóðlegri veiðislóð
geta landað ferskum flski. Þess vegna er
afar mikilvægt að finna markað fyrir
frystan fisk.
Nú þegar er ofurlítil umsetning í fryst-
um flökum af djúpsjávarfiskum en nauð-
synlegt er að hanna og smíða viðeigandi
flökunarbúnað. Norskir sjómenn hafa
litla reynslu í að flaka djúpsjávarfiska sem
flestir eru öðruvísi í laginu en hefðbund-
nar fiskitegundir og sumir með mjög
gróft hreistur.
Kennslumyndband
Veiðar djúphafsfiska eru ólíkar hefð-
bundnum fiskveiðum að því leyti að
hverju sinni koma miklu fleiri tegundir í
veiðarfærin. Sjómennirnir verða að geta
greint tegundirnar og í því skyni hefur
verið gert myndband sem sýnir allar teg-
undir djúpsjávarfiska sem trúlegt er að
veiðist og afurðir sem úr þeim eru unnar.
Hver fiskitegund verður að fara sér
gegnum vinnsluferlið og skila sér út úr
því sem sérstök afurð. Þess vegna er mik-
ilvægt að þeir sem vinna aflann þekki
tegundirnar. Að þessu leyti eru vinnu-
brögð og vinnsluferli við djúpfiskveiðar
ólík því sem gerist í hefðbundnum fisk-
veiðum og vinnslu. „Handavinna" er enn
sem komið er meiri við vinnslu djúphafs-
fiska en hefðbundinna tegunda.
Áhersla á markaðssetningu
Meginviðfangsefnið nú er að finna mark-
að fýrir frystar djúpfiskafurðir. Ymsir
sem hagsmuna eiga að gæta hafa hingað
til fjármagnað veiðar og rannsóknir en
allt hefur það verið svo smátt í sniðum að
erfitt hefur reynst að halda samhengi og
gera langtímaáætlanir. Þó hefur tekist að
fjármagna tilraunaverkefni þar sem reynt
verður að áætla mögulega nýtingu djúp-
hafsfiska í framtíðinni. I áætluninni verð-
ur verkefnum raðað í forgangsröð bæði
hvað snertir veiðar, vinnslu og markaðs-
setningu og sömuleiðis gerðar tillögur
um hvernig fjármagna skuli verkefnið til
lengri tíma.
Skipaður hefur verið vinnuhópur sem í
eru fulltrúar útgerðarmanna, ýmissa
hagsmunaaðilja, útflytjenda, vísinda-
manna og fjárfesta. Slíkur vinnuhópur er
einsdæmi í norskum sjávarútvegi, en tal-
inn nauðsynlegur til að fá yfirsýn yfir allt
ferlið frá veiðum til neytenda.
(Byggt á grein í norska sjávarútvegs-
blaðinu Nordfiskeri)
Afli lítt nýttra djúphafstegunda í Noregi 1993-1999
Tonn 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999
GuLLlax 8.480 6.189 6.419 7.400 7.700 7.858 6.905
ískóó 0 0 0 0 0 0 0
SnarphaLi 139 293 206 118 17 61 27
SLétthaLi 79 30 18 83 236 449 61
SkrápfLúra 0 0 0 0 0 27 0
Skarkoli 1.325 1.103 1.165 1.732 2.850 1.869 1.613
LangLúra 146 118 100 80 86 139 117
SóLflúra 339 302 204 141 117 136 185
Aörar fLúrur 383 367 237 356 632 383 314
Hámeri 24 25 27 28 17 28 32
BeinhákarL 2.910 1.762 108 413 579 0 0