Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Síða 33

Ægir - 01.07.2000, Síða 33
Á SAGNASLÓÐ Upphaf saltfiskverkunar á Norðurlandi Frá upphafi íslandsbyggðar og allt fram á síðari hluta 18. aldar var lang- mestur hluti alls fiskafla íslendinga þurrkaður - verkaður í skreið, harð- fisk. Meirihluti aflans, 50-60 prósent, gekk jafnan til innanlandsneyslu, en afgangurinn var fluttur utan. Skreiðarverkun var stunduð í öllum landshlutum, en hún var jafnan langmest á vertíðarsvæðunum sunnan- lands og vestan og helgaðist það einkum af tvennu: þar voru fiskveiðar mestar að vetrinum og í öðru lagi voru aðstæður til skreiðarverkunar bestar þar, einkum á tímabilinu frá því í mars og fram í maí. Fyrir Norð- ur- og Austurlandi var fiskur á hinn bóginn jafnan mestur á sumrin og haustin, en þá var skreiðarverkun illmöguleg sökum ágangs flugu. Urðu Norðlendingar því öldum saman að sækja til sjóróðra í ver- stöðvum á Suður- og Vesturlandi og flytja fiskinn þurran norður fjöll er fjallvegir voru orðnir færir hestum á sumrin. Hafa margar sögur varðveist af ver- og skreið- arferðum Norðlendinga á fyrri öldum, enda gátu þær verið bæði hættulegar og slarksamar, ef svo bar undir. Saltfiskverkun var lítið stunduð hér á landi fyrr en kom fram á síð- ari helming 18. aldar. Engiend- ingar munu að vísu hafa saltað fisk hér á landi á miðöldum og á einokunaröld fluttu danskir kaup- menn út pækil- og blautsaltaðan fisk í nokkrum mæli. Islendingar virðast hins vegar aldrei hafa til- einkað sér þær verkunaraðferðir og olli skortur og hátt verð á salti þar vafalaust mestu, en einnig hitt, að markaðir fyrir harðfisk voru stöðugir lengst af tímabilinu og kaupmenn höfðu lítinn áhuga á því að landsmenn verkuðu fisk- inn öðruvísi en í skreið. Á 18. öldinni tók þetta að breytast. Þá opnuðust markaðir fyrir íslenskan fisk - einkum salt- fisk - í Miðjarðarhafslöndum, auk þess sem tiltölulega ódýrt salt tók að flytjast hingað til lands frá Spáni. Þá iærðu Islendingar einnig að verka fisk með svo- nefndri Nýfundnalandsaðferð en þá var fiskurinn flattur á líkan hátt og þegar hann var verkaður í Jón Þ. Þór, sagfræðingur, skrifar ^Enaði _________ Fiskveiðar til forna eru stórum ólíkar því sem nú gerist. Fiskverkun er nú til dags talsvert önnur en var á þeim tima þegar þessi mynd var tekin. 33

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.