Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 39

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 39
FERÐARAUNIR Kristslíkneskið sem gnæfir yfir Rió. ákvað á miðri leið að lenda frekar í Sao Paulo en Rio, farþegar sem ætluðu til Rio gætu bara reddað sér. Það gekk hins vegar ekki vandræðalaust og þurfti næstum að ræna flugvél til að fljúga áfram til Rio. Til Rio komst ég en frídagur- inn sem ég hafði séð í hillingum með sól og sandi var floginn út í veður og vind. I leigubílnum á leiðinni á hótelið byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu. Eg hafði heyrt að á þessum árstíma rigndi oft mjög hressilega í einn til tvo tíma seinnipart dags og hafði því litlar áhyggjur þó óneitanlega væri þetta enginn íslensk gróðrarskúr. Fólk og bílar á sundi í rigningarvatni Á hótelinu beið konsúllinn með tilbúna dagskrá af fundum og heimsóknum í fyrirtæki langt fram eftir kvöldi. Umferðin gekk hægt vegna rigningarinnar og þvf var best að reyna að ná nokkrum mínútum í svefn í aftursæti leigubílsins en í því að ég er rétt að hverfa inn í draumalandið bankar leigubíl- stjórinn í mig og bendir mér á að vatn sé farið að flæða inn í bílinn. Stuttu seinna drapst á vélinni þegar vatnið flæddi yfir húddið. Eg sat sem fastast og hugsaði að það hlyti að stytta upp mjög fljót- lega. Þegar fólk, sem var í bílun- um á undan, var farið að synda framhjá og vatnið inni í bílnum farið að nálgast eyrnasneplana á mér var hins vegar fárra kosta völ. Eg bjargaði farangrinum úr skott- inu á bílnum og synti með hann upp í brekku skammt frá þar sem fjöldi fólks horfði á bílana sína hverfa undir vatn án þess að geta nokkuð að gert. Verra var þó að í sumum bílun- um var ennþá fólk sem ekki þorði út úr þeim. Það var ekki sérlega geðslegt að svamla um í brúnu vatninu en ekki um annað að ræða en að þeir sem væru syndir hjálp- uðu til að koma fólki og bílum úr því sem minnti stöðugt meira á stöðuvatn. Þar sem fæstir í „björgunar- sveitinni" skildu mikið í ensku var íslenska notuð óspart sem skilaði sér í því að eftirá heyrði ég að nokkrir í „björgunarsveitinni" gátu sagt „ein, tver o yta“ og „halta kjatti og halta atram". Enginn drukknaði en nokkrir voru fluttir á spítala. Um nóttina komst ég loksins á hótelið, rennblautur og brúnn af drullu. Eftir tveggja sólarhringa hrakningar hugsaði ég að kannski hefði ég bara átt að halda áfram á sjónum. Kjötát brasilískra kaupmanna I dagblöðunum daginn eftir kom fram að vatnshæðin þar sem ég hafði verið kvöldið áður hafði far- ið í allt að fjóra metra og var stífl- uðum niðurföllum kennt um. Það sem eftir var ferðar gekk samkvæmt áætlun að þvf undan- skildu að mér var ekki kunnugt um að öllum viðskiptafundum í Brasilíu fylgir málsverður og að brasilískir kaupsýslumenn vilja helst borða kjöt og mikið af því í hverja máltíð, sama hvort það er kvöld, morgun eða miður dagur. Þyngdaraukning uppá tíu kíló á jafn mörgum dögum var því óumflýjanleg og nauðsynleg til þess að falla í kramið. Hlé á milli funda notað til að sleikja sólina. Ekki taust við aó greinarhöfundi hafi þótt nóg um þyngdaraukninguna sem fytgdi kjötáti með brasiliskum kaupmönnum! Cabacabana-ströndin með „sykurtoppinn" í fjartægó. 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.