Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 40

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 40
UMHVERFISMÁL Er veríð að ógna tegund- unum eða sannleikanum? Árlega deyja nálega 40.000 lífverur út. 109 á degi hverjum. Ein tegund deyr út áður en þú verður búinn að lesa þessa grein. Þessu hefur verið haldið að okkur frá því bók Norman Myers „Hin sökkvandi örk" kom út árið 1979. Þessari tölu var dreift til milljóna fólks með Global 2000, hinni opinberu bandarísku um- hverfisskýrslu. Síðan þá hefur þessi tala verið hluti af sameiginlegri vitneskju okkar. Varafor- seti Bandaríkjanna, A1 Gore, endurtekur í bók sinni töluna um 40.000 tegundir á ári og al- þýðuvísindatímaritið Discover bætti við að meira en helmingur allra tegunda muni deyja út á þeirri öld sem nú gengur í garð. Fullyrðingin um fjöldadauða teg- undanna hefur verið endurtekin óendanlega oft. Það er aðeins eitt lítið vandamál tengt þeirri full- yrðingu. Hún er ósönn. Það er mikilvægt að þekkja söguna að baki þessari lífsseigu tölu. Hún sýnir að ágiskun um útrýmingu 25-50% allra lífvera á jörðinni á æviskeiði okkar hefur fleytt verndun tegundanna hátt á forgangslista okkar. I því fellst baráttan fyrir verndun regnskóg- anna, að tryggja öryggi líffræði- legra mikilvægra svæða og að tryggja líffræðingum fjárveiting- ar. Slík áhrif hefði raunsærri ágiskun um 0,7% útrýmingu líf- vera næstu 50 ár ekki haft. Við höfum enn tæplega næga vitneskju um hve margar tegund- ir lifa á jörðinni. Þær ágiskanir sem fram hafa komið sveiflast allt frá 2 til 80 milljóna. Það hefur að- eins tekist að telja nálega 1,5 milljónir tegunda, eins og fram kemur í töflu 1. Lang stærstur hluti þeirra tilheyrir hryggleys- ingjum, eins og bjöllum, maur- um, flugum og ormum, ásamt þörungum, sveppum, bakteríum og veirum. Við þekkjum flest spendýr og fugla - þau eru stór og auðþekkj- anleg. Hins vegar er erfitt að fá yf- irsýn yfir hin mörgu smádýr og sjálfsagt hefur ekki verið eins vel staðið að því að lýsa þeim. I náttúrunni gerist það stöðugt að tegundir deyja út í harðri sam- keppni við aðrar tegundir. Síðustu 500 milljónir ára hafa líklega 99,9% allra dýra- og jurtategunda dáið út. Ef til eru 1,5 milljónir tegunda má álíta eðlilegt að tvær tegundir deyi út á ári.1 Tafla 1 sýnir einnig að rétt tæp- lega tvær tegundir hafa dáið út ár- lega frá árinu 1600. Það virðist eins og tegundir hafi dáið út sam- kvæmt eðlilegri tíðni, en að sjálf- sögðu er ekki vitað um allar út- dauðar tegundir. Tölur og ágiskanir Upphafleg ágiskun um 40.000 tegundir á ári kom frá Myers árið 1979- Sé litið til baka, og rök- semdir hans skoðaðar, verður maður orðlaus. Hann setur fram heimildalaust, á sama hátt og áður, að fram til ársins 1900 hafi ein tegund dáið út fjórða hvert ár en síðan hafi ein tegund dáið út á ári. Síðan vitnar Myers x ráðstefnu sem haldin var árið 1974, þar sem kom fram „áræðin ágiskun" um að tíðni tegunda sem deyja út gæti nú verið komin í 100 á ári. Þessi tala tekur þó ekki aðeins til spendýra og fugla heldur til allra dýra. Meginrök hans hljóða svo: „Jafnvel þessi tala virðist vera of lág. Gefum okkur (vegna skógar- höggs í hitabeltinu), að síðstu 25 ár 20. aldarinnar hafi fjöldi út- dauðra tegunda verið 1 milljón - sem er langt frá því að vera ósennilegt. Á 25 árum mundi tíðni útdauðra tegunda að meðal- tali verða 40.000 tegundir á ári, eða um það bil 100 tegundir á dag.“ Þetta eru rök Myers. Ef við gef- um okkur að 1 milljón tegunda deyi út á 25 árum þá deyja 40.000 tegundir út á ári. Fullkomin hring-röksemdarfærsla. Ef maður gefur sér 40.000 þá fær maður út 40.000. Maður veigrar sér við að trúa að þetta séu einu rökin, en í bók Myers eru ekki önnur rök sett fram og engar tilvísanir. Takið eftir hve mjög fullyrðing Myers um 40.000 tegundir víkur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.