Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Side 8
6
hendi. Grundvöllinn þarf beinlinis að leggja á háskólaár-
unum. Það er mikið til í því, sem ameriskur rithöfundur
(Edm. J. James) segir: »Það gagn, sem þjóðfjelag nýtur af
háskóla, fer beinlínis eftir þvi, hve margir góðir foringjar
koma frá honum«.
En hvernig geta stúdentar húið sig undir slíka köllun?
Jeg hygg, að þessari spurningu verði aldrei svarað svo að
algilt sje. Meðfæddir hæfileikar ráða svo miklu og eru svo
breytilegir. Ef til vill liggur næst að svara: Fyrst er að læra
að stjórna sjálfum sjer, að ná sem bestu taumhaldi á öllum
sinum andlegu kröftum og geta beitt þeim óskiftum að
ákveðnu markmiði. Kjarklítill maður og stefnureikull verður
aldrei til foringja fallinn. Hitt atriðið er víðtæk og viðsýn
þekking, og hennar er sjaldnast að leita i blöðum, funda-
ræðum eða þingtíðindum. Almenna grundvallarins er að leita
í útlendum ritum, ritum þjóðanna, sem eru lengra á veg
komnar en vjer, en upplýsinga um íslensk efni í hagskýrsl-
um, tímaritum og fræðibókum, sem fjalla um atvinnuvegi
vora og þjóðmál. Öllum ykkur er það Ijóst, að á þessum
málskrafs- og kosningadögum kemur sjer vel að vera vel
máli farinn. Fjelag stúdenta, almennir fundir og ekki síst
að hlusta á bestu ræðumenn vora, hvort heldur sem er í
prjedikunarstól eða í þingsæti, ætti að gefa nokkra æfingu
og leiðbeiningu i þessu efni.
Fá er það að lokum ekki minst um vert að hafa opinn
hug og hjarta bæði fyrir líti og högum þjóðar vorrar og
öllum þeim helstu stefnum og framfaraviðleitni vorrar aldar.
Vjer höfum fengið það hlutskifti, að lifa á sannri undra öld
og stórtíðinda. Á tiltölulega fáum áratugum hafa náttúruvís-
indin gerbreytt útliti heimsins og lífi þjóðanna, fengið mann-
kyninu máttugri öíl í hendur en nokkurn dreymdi um á
liðnum öldum, gert heiminn og þjóðfjelögin að nokkurs
konar voldugri vjel. Fádæma auður hefir safnast, þótt gengið
hafi hann til þurðar síðustu árin, svo að legið hefir við, að
alt jafnvægi þjóðfjelaganna truflaðist. Gróðafíkn og mamm-
onsdýrkun hefir gagnsýrt heilar þjóðir. Öil þjóðfjelagsbygg-