Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Qupperneq 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Qupperneq 9
7 ingin hefir verið eins og rej'r af vindi skekinn og brakað i hverjum rafti í þessu gjörningaveðri byltinga og breytinga. En bjálpar hafa ílestir leitað með atkvæðateningunum, sem gera alla jafna, hversu ójafnir sem þeir eru. Menn hafa haldið það heillavænlegast að reyna að gera ástandið líkt og skáldið Porsteinn tííslason lýsir í kvæðinu Hornbjarg: »Yfir ræður enginn — fjöldinn allur fer með völdin«. Svo bætist ofan á alt þetta alheimsstyrjöld, hörmuleg fæð- ingarhríð nýrrar aldar, sem enginn veit hvað ber í skauti sinu, ef til vill frið og framför, ef til vill strið og styrjaldir. Og jafnvel trúbrögðin leika á reiðiskjálfi. Eftir háreista öldu vantrúar og visindahyggju fer nú hin fáránlegasta trú á alls konar dularmögn og hulduheima viðsvegar um lönd, sem vel má vera að leiði til mikilla byltinga í trúarlífi þjóð- anna, að minsta kosti í allri sálarfræði. Það ber margt fyrir augu ykkar ungu mentamannanna. Þið þurfið að gera ykkur grein fyrir mörgu, ef þið eigið að verða góðir leiðtogar fyrir þjóðina, brjóta margar harðar hnútur til mergjar. En alveg tómhentir bjTjið þið ekki. Þið takið við fullvalda konungsriki, þótt lítið sje, islenskum fána, hvar sem ykkar skip sigla, batnandi efnaliag alþýðu og meiri framförum innan lands en verið hefir nokkru sinni fyr. Þið takið við háskóla, sem hefir úr ólikt meira fje að spila en verið hefir til þessa. Samningar vorir við Dani færa honum mikið fje, sem ætti fljótlega að margfaldast. Svo takið þið vonandi við betra samlyndi og meiri samúð með sambandsþjóð vorri, Dönum, en áður hefir verið. Þeir hafa reynst oss vel á þessum skálmaldardögum, þegar aðrir hafa virt lög og rjett einkis. Allur þessi arfur ætti að reynast ykkur drjúgur, ef þið haldið vel á. Það er þó hægara að styðja en reisa. Tíminn líður fyr en nokkurn varir. Háskólaárin líða fljótt og þið dreifist, hver í sinn verkahring, víðsvegar um land;

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.