Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Side 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Side 10
sumir leita ef til vill ti) útlanda, sjerstaklega læknar. En hvar sem kandídat frá háskóla vorum sest að, á bletturinn að verða fljótlega auðþektur á betri mentun, meiri velmegun og auðugra andlegu lifi. Það er ekki að metast um það, hvort bletturinn er stór eða lítill, hvort hann er lítið presta- kall á utkjálka, læknishjerað eða annað stærra. Ef allir láta gott af sjer leiða, hver í sínum verkahring, og leggja alla alúð við starf sitt, blómgast alt vort þjóðlíf. En heilbrigð og þrekmikil framför, bæði í andlegum og líkamlegpm efnum, á að fylgja hverju ykkar spori. Þið, sem setjist að í útlöndum, megið ekki láta ykkur nægja, að standa jafnfætis útlendingunum. Nei, þið eigið að leggja alt kapp á að skara fram úr þeim og reynast þeirri þjóð sem best, sem þið starflð hjá. Spor íslendinganna eiga einnig að vera auðþekt þar á auðugum hugsjónum og hvers konar framförum. A þann hátt eflið þið álit ykkar sjálfra og víðfrægið þjóð vora og skóla. Lífið er ekki til þess að elta aura, þótt skylt sje að vera efnalega sjálfstæður, og heldur ekki til þess að leggjast í iðjuleysi og öskustó. Það er of dýrmætt til þess. Lifið er til þess að starfa, með þreki og trúmensku að einhverju góðu og göfugu verki, einhverju, sem miðar til þess að »hefja land og lýð«. Það hafa að eins verið gefnar tvær heilbrigðar lífsreglur. Öllum hentar ekki það sama. ()nnur er þessi: Labora! — Starfa þú! Hin: Ora et labora! — Biðjið og iðjið! Á undan og eftir ræðunni var sungið brot úr »Háskóla- ljóðunum« og hinum nýinnrituðu stúdentum því næst afhent háskólaborgarabrjefm.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.