Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Síða 17
15
til greina, ef þingið sjer sjer það fært, og sjerstaklega er það
tekið fram, að háskólaráðið telur sjerstaka nauðsyn á þvi,
að beiðni Stefáns Jónssonar verði sint, þar sem hann verður
að teljast læknadeild ómissandi maður og að án slíks manns
verður varla verið vegna sótlvarna og sóttkveikjurannsókna.
Sendikennari Holger Wiehe kvaddur. í tilefni af
þvi, að sendikennari Holger Wiehe leggur niður störf við há-
skólann og fer alfarinn heim til Danmerkur þakkaði rektor
honum á almennum kennarafundi 17. júní vel unnið starf
i þarfir háskólans og bað honum allra heilla, afhenti honum
síðan gullúr frá háskólanum til minja.
Minningargjöf Guðmundar prófessors Magnús-
sonar. Á fundi háskólaráðs 1. júlí var lagt fram brjef frá
prófessor Guðmundi Magnússyni, þar sem hann býður há-
skólaráðinu að gefa Háskóla Islands nú þegar 2500 kr. í þar
nefndum tilgangi (sjá fylgiskj. 2) til minningar þess aldar-
fjórðungs, er hann hefir nú verið kennari í læknisfræði.
Háskólaráðið tók boðinu og fór sjálft á fund hans til að
þakka gjöfina.
Tillögur um breytingar á frumvarpi stjórnarinnar
til laga um laun embættismanna:
a) Við 23. gr. 1. mgr.: Launakjör prófessora við háskólann
verði að öllu leyti eins og stungið er upp á í 9. gr. 1. mgr.
frv. um skrifstofustjóra í stjórnarráðinu.
b) Við 23. gr. 2. mgr.: Dócentar hafi að byrjunarlaunum
4000 kr., er hækki á sama hátt sem laun sluifstofustjóra
samkvæmt 9. gr. 1. mgr., upp í 5000 kr.
c) Við 27. gr.: Fyrir 23. komi 24., sbr. 9. gr. 2 mgr.
> Háskólareglugerðarinnar.
Við 8. gr. 2. mgr.: I stað orðanna: »Engu að síður . . .
greitt til sjóðsins« komi: En greiða skal hann gjald í trygg-
ingar eða lifeyrissjóð embættismanna af viðbót þeirri, er
hann kann að fá við laun sín eftir þessum lögum, enda fær