Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Qupperneq 28

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Qupperneq 28
26 bæði misserin með eldri nemendum. J. von Mering: Lehrbuch der inneren Medizin, var lögð til grundvallar við kensluna. 2. Fór með viðtali og yfirheyrslu með yngri nemendum yfir aðalatriði í sjúkdómarannsókn í 1 stund á viku bæði misserin. Seifert & Miiller: Taschenbuch der Medi- zin. klin. Diagnostik, var notuð við kensluna. 3. Hafði æfingar með eldri nemendum í lyflœknisvitjun i St. Joseph’s spítala, bæði misserin, þegar verkefni leyfði og i 2 stundum á viku síðara misserið við ókeypis lækn- ing háskólans. Aukakennari Sœmundur Bjarnhjeðinsson, prófessor: 1. Fór með viðtali og yfirheyrslu með eldri nemendum yfir lyjjafrœði í 4 stundum á viku fyrra misserið og 3 stundir á viku síðara misserið. Við kensluna var notuð Poulsson: Lehrbuch der Pharmakologie. 2. Leiðbeindi eldri nemendum í rannsókn holdsveikissjúkl- inga í Laugarnesspítala, 1 stund á viku síðara misserið. Aukakennari Pórður Sveinsson, geðveikralæknir: 1. Fór með viðtali og yfirheyrslu með eldri nemendum yfir rjettarlœknisfrœði í 1 stund á viku bæði misserin. Til grundvallar við kensluna var notuð Textbook of forensic medicine by R. J. M. Buchanan. 8lh Ed. 1915. 2. Fór með eldri nemendum yfir geðveikisjrœði í 1 stund á viku bæði misserin. Til hliðsjónar var höfð W. H. B. Stoddart: Mind and disorders. 2n<1 Ed. 1912. Aukakennari Gunnlaugur Claessen, læknir, forstöðumaður Röntgenstofnunarinnar: Fór framan af fyrra misseri í 3 stundum á viku með yngri nemendum yfir lífeðlisjrœði vöðva og tauga. Halli- burton's Handbook of Physiology var notuð við kensluna. Um áramót fjekk kennarinn lausn frá kensluskyldu og fór til úflanda. Kom hann ekki heim aftur fyr en í maímánuði.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.