Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Side 55

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Side 55
53 um Landsbankans eða á annan jafntryggan og arðbæran hátt, en það fje, sem þarf að vera handbært og smáupphæðir, í sparisjóði Lands- • bankans, 5. gr. Til aukningar innstæðu sjóðsins skal verja að minsta kosti 20°/o ársvaxtanna. Ágóði af hagræðingu innstæðunnar, svo sem ágóði af nafnverðs- og gengismun, skal lagður við innstæðuna. Enn fremur legst við innstæðuna það, sem afgangs kann að verða ár hvert, samkvæmt 6. gr. 6. gr. Gera skal sundurliðaða áætlun um tekjur sjóðsins og gjóld fyrir- fram um hver áramót. Skal þar ákveðið, hve miklu fje megi verja á árinu til hvers þeirra atriða, er í 1.— 3. tölulið 2. gr. segir. Eigi má greiða á neinum lið áætlunar meira en þar er mælt, nje heldur má greiða frá einum lið til annars, þótt afgangur verði. 7. gr. Áætlun samkvæmt 6. gr. skal auglýsa í háskólanum. Peir, sem æskja styrks úr sjóðnum það ár, skulu senda umsóknir sínar til háskóla- ráðs fyrir 1. maí. Háskólaráðið athugar síðan umsóknirnar og ákveður hverjar þeirra skuli teknar til greina og að hverju leyti. Áætlunin skal og birt í Árbók háskólans og auk þess skýrsla um það, hverjir hafi fengið styrk úr sjóðnum það ár. 8. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Ritari háskólans hefir á hendi reikningshald sjóðsins, tekur við greiðslum í hann og annast um greiðslur úr honum eftir fyrirmælum rektors, og skal skilagrein gerð á sama tima sem annara sjóða háskólans. Reikninginn lætur háskóla- ráðið endurskoða á sama hátt sem 'reikning háskólans, enda skal hann birtur i Árbók háskólans. Háskólaráðið ákveður, hverja trygg- ingu ritara beri að setja fyrir meðferð fjárins, þóknun til handa ritara fyrir starí hans i þarfir sjóðsins, svo og hvernig reikningshaldinu skuli hagað. 9. gr. Háskólaráðið kveður á um það, hvort vextir þeir, er til kynnu að falla á fyrsta starfsári sjóðsins, skuli lagðir við innstæðuna eða þeim varið samkvæmt ákvæðum þessarar stofnskrár. Og ræður háskóla-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.