Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Síða 14
12
Sáttmálasjóðnum ráðstafað. Á fundi 4. jan. 1919 var
lagt fram brjef fjármálaráðherra, dagsett 31. des. 1918, þar
sem hann fer fram á, að landssjóði verði lánuð upphæð sú
— ein miljón króna — sem Háskóli íslands á að fá greidda
lir ríkissjóði Dana samkvæmt 14. gr. sambandslaganna, ásamt
uppkasti að skuldabrjefi. Samþykt var með öllum atkvæð-
um að veita lánið með þeim kjörum, sem í uppkastinu
segir, sem sje að lánið sje óuppsegjanlegt af beggja hálfu í
20 ár, frá 1. jan. 1919, en síðan megi hvor aðili segja því
upp með eins árs fyrirvara hvenær sem er. Vextir sjeu 5°/o,
talið frá 1. jan. 1919 og greiðist tvisvar á ári, 2. jan. og 1.
júlí með 25000 kr. í hvort skifti, í fyrsta sinni 1. júli þ. á.
Frestun á embættisprófi. Slúdentarnir Jón Sveinsson
úr lagadeild og Freysteinn Gnnnarsson úr guðfræðisdeild
höfðu með brjefi, dagsettu 6. jan., farið fram á mánaðar-
frestun á embættisprófi til fyrri hluta marsmánaðar, vegna
inflúensunnar. Samþykt var samkvæmt tillögu hlutaðeigandi
deilda og með skírskotun til 52. gr. háskólareglugerðarinnar
að veita leyfið og að prófið byrji 1. dag marsmánaðar.
Af sömu ástæðum fóru læknanemendurnir Árni Vilhjálms-
son og Snorri Halldórsson fram á að mega fresta seinni
hluta embættisprófs þangað til í september og var það leyft
að fengnum meðmælum læknadeildarinnar.
Meistarapróf í íslenskum fræðum, Háskólaráðinu
hafði borist erindi frá Porbergi Pórðarsyni, um að hann fái
að taka meistarapróf í íslenskum fræðum við háskólann.
Samþykt var i einu hljóði að synja beiðninni, þar sem laga-
ákvæði háskólans útiloka að taka hana til greina, eins og
heimspekisdeild bendir á í álitsskjali sínu 30. jan. 1919.
Próf í forspjallsvísindum. Sveinn V. Grímsson stúd. theol.
sótti um leyfi til þess að mega taka próf í forspjallsvísind-
um 3. mars 1919. En með því að svo er skýrt frá, að heim-
spekiskennarinn sje fús til að prófa í heimspeki í maí, virð-