Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Síða 7
5
raunir, sem þeir einir eru vel vaxnir, sem eru djarfir og
hraustir iþróttamenn.
Hjer í háskólanum komast stúdentar í frjálslegan fjelags-
skap kennara og skólabræðra sinna. Bilið milli kennara og
stúdenta er ekki stærra en það, að stíga má yfir það í einu
skrefi. Jeg efast ekki um, að hver stúdent sje ætíð velkom-
inn til kennara síns, hvort heldur sem er til að fá einhverja
fræðslu, eða blátt áfram til þess að spjalla við hann um
einhver af sínum áhugamálum. Yið kennarana geta stúdentar
talað jafnfrjálslega og við skólabræður sína, og það leyfi ættu
þeir að nota djarfmannlega og hispurslaust. Eftirlit með
stúdentum frá kennara hálfu er tæpast teljandi. Þeim er
ætlað að ráða sér sjálfum, en jafnframt legst á þá sá mikli
vandi að slýra fleytu sinni vel, jafnvel þótt eilthvað verði
að veðri. Annars er tími stúdenta ótrúlega bundinn, þrátt
fyrir alt frelsið, að minsta kosti í læknadeildinni, námið svo
erfitt, að þeir einir geta gert sjer von um að ljúka því á
rjettum tíma, sem stunda það af kappi og sækja samvisku-
samlega kenslustundir.
Það er í mínum augum mikið mein, hve ákaílega stúd-
entar eru bundnir hver við sína námsgrein, hve frístundir
þeirra eru af skornum skamti. Því fer nefnilega fjarri, að
stúdentar gangi að eins í háskóla til þess að læra hver sina
námsgrein. Hana eiga þeir að vísu að læra vel, en hitt er
ekki minna virði, að þeir eiga jafnframt að búa sig eftir
mætti undir það að verða leiðtogar þessarar þjóðar. Lærðir
menn hafa stýrt henni fram á þennan dag og lærðir eða vel
mentaðir menn munu allir helstu leiðtogar hennar verða,
hversu svo sem öll stjórnmál veltast. Jafnvel stjórnleysis-
stefnan, sem nú gengur yfir Rússland, er runnin frá há-
mentuðum mönnum og foringi hennar lærður maður og rit-
höfundur. Annars hefði hún aldrei orðið að slíku voða valdi.
Undan því verður ekki ílúið, að fleiri yðar eða færri verði
leiðtogar þjóðarinnar, sumir heima í hjeruðum, sumir á
þingi. Það er best að gera sjer þetta ljóst í byrjun, þvi að
þetta starf þarf góðan undirbúning, ef það á að fara vel úr