Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Qupperneq 11

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Qupperneq 11
9 III. Gerðir háskólaráðsins. Kosning varaforseta og skrifara. Háskólaráðið kaus í byrjun skólaársins prófessor Guðmund Hannesson varaforseta sinn og prófessor, dr. phil. Guðmund Finnbogason skrifara. Kötlugosið. Forsætisráðherra hafði vakið máls á því, hvort háskólaráðið teldi ekki ástæðu til, að rannsakað yrði hið allra fyrsta eldgos það, er þá stóð yfir, og látið i ljós ósk um það, að háskólaráðið benti á mann til fararinnar. Háskólaráðið samþykti i einu hljóði svolátandi tillögu: Háskólaráðið vill eindregið ráða til þess, að landsstjórnin láti sem allra fyrst rannsaka á landssjóðs kostnað eldgos það, sem nú stendur yfir, upptök þess og afleiðingar, svo sem unt er. Vill háskólaráðið le)rfa sjer að stinga upp á því, að þeim dr. phil. Helga Pjeturss og Bjarna Sœmundssgni adjunkt verði falið þetta starf. Stofnskrá fyrir Sáttmálasjöð Háskóla íslands. Á fundi 12. okt. 1918 var tekið að undirbúa tillögur um stjórn og starfsemi sjóðs þess, er getur í frumvarpi til dansk- íslenskra sambandslaga, 14. gr. Hafði málið áður verið borið undir deildirnar og fráfarandi háskólaráð. Iíosnir voru rektor háskólans og ritari háskólaráðs til þess að ganga frá orða- lagi á tillögunum. Á fundi 17. okt. voru því næst tillögurnar bornar undir atkvæði og samþyktar (sjá fylgiskjal nr. 1). Háskólaráð sið- asta árs hafði einnig verið boðað á fundinn. Á sama fundi var og samþykt áætlun um vexti sjóðsins og notkun þeirra. Kensluhlje vegna inflúensu, Á fundi 5. nóv. var sam- þykt alment kensluhlje vegna inflúensu, þó þannig, að þeir kennarar læknadeildar, er sjá sjer það fært, haldi uppi kenslu. Kensluhlje þetta náði yfir allar deildir og stóð til 2. desember. 2

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.