Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 13

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 13
9 menía bættist í hópinn 1912, en síðan tók fyrir útbreiðsluna meðan heimsstyrjöldin stóð yfir. Elli- og örorkutryggingar áttu erfiðara um útbreiðslu. Það var ekki fyr en 1906 að Austurríki, á mjög takmörkuðu sviðí, fór eftir þýska dæminu. Frakkland gekk lengra i þá átt 1910 og eftir að Bretar 1911 höfðu lögleitt, ekki að eins lögboðnar sjúkratryggingar, heldur einnig víðtækar örorku- tryggingar, og Rúmenía bættist við 1912, Sviþjóð og Hol- land1 2) 1913, mátti heita að góður skriður væri kominn á um útbreiðsluna þegar heimsstyrjöldin skall á. Meðan styrjöldin geisaði höfðu öll lönd öðru að sinna en þvi, að lögleiða svo víðtækar ráðstafanir, sem skyldutrygg- ingar hafa í för með sjer. En þar sem tryggingarkerfi var virkilega komið á, reyndist það verulega vel í þeim raunum, er striðið hafði í för með sjer. Sjerstaklega átti þetta við um Miðveldin. Tryggingarskipulagið þar átti áreiðanlega sinn rif- lega þátt í því, hvað almenningur þrátt fyrir alt þó komst yfir sjálf stríðsárin. Á eymdarárunum eftir vopnahljeð, naut trygginganna ekki eins við, en það var bersýnilega ekki tryggingarskipulaginu að kenna, heldur afleiðing af peninga- verðfallinu. Þessi góða reynsla á striðsárunum, ásamt því ástandi í ýmsum löndunr, er krafðist bráðra og viðtækra aðgerða, hafði það í för með sjer, að í ýmsum löndum var tekið til óspiltra málanna á þessu sviði, þegar er heimsstyrjöldinni lauk. Sjúkratryggingar voru lögboðnar í Tjekkoslovakíu og Portugal 1919, á Póllandi 1920, Búlgaríu og Chile 1924. Elli- og örorkutryggingar voru teknar upp í Portugal 1919, Spáni 1919 og 1921, Grikklandi 1922, Ítalíu 1923, Búlgaríu, Belgíu og Chile 1924. — Almennar tryggingar, þjóðtryggingar, voru teknar upp í Jugoslavíu og Sovjet-Rússlandi 1922, í Tjekko- slovakíu 1924.“) Nytsemi og nauðsyn sem viðtækastra tryggingarráðstafana fyrir þá menn í þjóðfjelaginu, sem efnalega eru veikir fyrir — og engan veginn takmarkað við það, að um verkamenn, eða yfir höfuð launaða menn sje að ræða — má nú heita viður- 1) Hollensku lögin komu pó ekki til framkvæmda fyr en að stríð- inu loknu, sjá International labour office: Studies and reports, Series M. Nr. 1, Geneva 1925, bls. XV. 2) Upplýsingar pessar eru sumpart teknar eftir (Conrads) Hand- wörterbuch der Staatswissenschaften, Jena 1923—26 og einkum eftir skýrslum vinnu-skrifstofunnar í Genf, frá 1925. 2

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.