Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 19

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 19
15 vinnurekendur hata enga vinnu til, þó þeir vilji, ler að koma inn á það svið að tryggingarfyrirkomulagi megi beita. En þó getur enn staðið all-misjafnlega á og þó aðallega með tvennu móti. 1. Atvinnuleysið getur verið eðlileg og venjuleg afleiðing af þvi, hvernig atvinnuveginum er háttað, að hann verði ekki stundaður nema að sumrinu, á ákveðnum árstíma, ekki þegar frost er o. þvíl. Að svo miklu leyti seni aðrir atvinnu- vegir þá ekki taka við, af því þeir eru háðir öðrum skilyrð- um og gagnstæðum, liggur nærri að beita tryggingarfyrir- komulaginu. Hjer er um ástand að ræða, sem kemur fyrir árlega, eða með nokkurn veginn reglulegu millibili, og ligg- ur þvi vel við tryggingu. Að sumu leyti svipar hjer til slysa- trygginganna. Það liggur nærri að atvinnurekstur, sem svo sjerstökum skilyrðum er háður, beri kostnaðinn, sem þarf til þess að tryggja afkomu þeirra, er hann stunda, hvortsem tryggingargjaldið beint er lagt á atvinnurekanda eða á vinnu- menuina, sem þá þurfa að bæta því við kaupið. Leggi hið opinbera styrk lil slíkra trygginga, verður það að vera á öðrum grundvelli gert, t. d. að atvinnuvegurinn sje svo þýð- ingarmikill að einhverju öðru leyti, að þess vegna þurfl að styrkja hann. 2. Atvinnuleysið getur stafað af þvi, að óvæntar eða ó- venjulegar breytingar hafi orðið eða sjeu að verða á atvinnu- rekstrinum, um stundarsakir eða að staðaldri. Hjer er kom- ið að kjarna málsins. Það er atvinnuleysi þessarar tegundar, sem mestum vandræðum veldur og sem opinberar ráðstaf- anir, þar á meðal tryggingar, eru notaðar við með misjöfn- um árangri. f*ótt margar legundir atvinnuleysis hafi verið frágreindar, er það þó svo, að í þessum flokki er enn um at- vinnuleysi af margskonar orsökum að ræða, enda þótt þær eigi sammerkt í þvi að vera óvenjulegar og því óvæntar. Atvinnuleysið getur beinlinis verið af náttúrunnar völd- um, stafað frá stórkostlegri eyðilegging á framleiðslutækjum, frá hallæri eða af því að skortur er á vörum eða efni, sem til atvinnunnar þarf. Atvinnuleysið getur stafað af breyting- um á verklega skipulaginu, þannig að nýuppfundnar vjelar eða nýjar vinnuaðferðir geri mikinn hluta verkafólks óþarf- an, eða þá að framleiðslan þurfi að minka eða hætta af þvi að framleidda varan hættir að vera útgengileg. Loks getur, og svo mundi tíðast, breyting orðið á efnalegum, fjárhags- legum, skilyrðum framleiðslunnar, »atvinnuvegirnir hætta að

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.