Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Síða 25
21
eftirlátinna vandamanna, ekkju, barna, foreldra eða sjrstkina.
»Sjeu engir slikir vandamenn til, eignast vátryggingarsjóður
upphæðina, nema öðruvisi sje ákveðið í lögmætri erfðaskrá«,
sbr. 5. gr. laganna.
Stuðningur hins opinbera var fólginn í því, að landssjóður
ábyrgðist vátrjrgginguna, þó ekki fram yfir 15000 kr., að
landsstjórnin skyldi hafa yfirumsjón með válryggingnnni og
skipa einn mann af þremur í stjórn hennar. Hinir tveir
skyldu kosnir, annar af fjölmennasta útgerðarmannafjelagi
landsins, hinn af fjölmennasta hásetafjelaginu.
Af þessum útdrætti úr lögunum frá 1903, er það auðsjeð
að hjer var aðeins um veikan vísi til trjrggingar að ræða.
Hinir trjrggingarskyldu báru, eftir sem áður, sjálfir áhættuna
að mestu leyti, algerlega er nm sljrsfarir var að ræða, er
ekki leiddu til bana, og að miklu jafnvel þótt til tryggingar-
innar tæki, þar sem bæturnar voru svo lillar. Enn fremur
voru bæturnar ekki ákveðnar sem eiginlegar dánarbætur,
því þær fjellu til eftirlátinna vandamanna eða brjeferfingja,
án tillits til þess, hvort þeir voru á framfæri hins látna eða
ekki. Hinsvegar voru iðgjöldin lítil.
b. Lögin frá 1909.
Með lögum nr. 53, 30. júlí 1909, um vátrygging fyrir sjó-
menn, var trjrggingarskyldan aukin töluvert. Nú skyldi hún
ná til hjerlendra sjómanna, er lögskráðir eru á islensk skip,
hvort sem þeir stunda fiskiveiðar, eru í förum með fram
ströndum landsins eða landa á milli. »Ennfremur er skylt að
vátryggja líf hjerlendra sjómanna, er reka fiskiveiðar á vjelar-
bátum eða róðrarbátum fjórrónum eða stærri, minst eina
vertíð á ári«. Iðgjald sjómanna var hækkað upp í 18 aura
fjrrir hverja viku, en úlgerðarmaður skyldi nú ekki greiða
nema þriðjung á móts við gjald allra skipverjanna. Enn-
fremur voru innheimtulaunin hækkuð upp í 4°/o fyrir gjald
af vjel- og róðrarbátum og tekið fram að skuldheimtumenn
gætu ekki helgað sjer dánarbæturnar. Að öðru leyli hjelst
skipulagið óbreylt.
Breytingin með lögunum frá 1909 var þá sú, að hækka
iðgjöldin á sjómönnum, lækka þau á útgerðarmönnum og
að gera tryggingarskylduna víðtækari, enda námu iðgjöldin
fyrir árið 1910, fjrrsta árið sem lögin giltu, 13918 kr. 25 au.
að frádregnum innheimtulaunum, og annað árið, 1911, kr.
25398,85, en fyrir 1917, kr. 21434,49. Fyrir 1909, síðasta árið