Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 31

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 31
27 verka- og starfsmenn, og má ekki færa þeim iðgjöldin til úlgjalda. Frá þessari reglu er að eins vikið, í framhaldi af eldra skipulaginu, að því er vjelbáta- og bátaútgerð snertir, þannig að útgerðarmenn vjelbáta, minni en 5 lestir, greiði að eins 4/b af ákveðnu iðgjaldi, ríkissjóður lk, og úlgerðar- menn róðrarbáta greiði 1/io, ríkissjóður s/io, sbr. 4. málsgr. 7. greinar. Enn fremur skulu þeir fiskimenn á róðrarbátum, er neyta rjettar síns til trj'ggingar samkvæmt 16. grein laganna, án þess að vera tryggingarskyldir, að eins greiða hálft ið- gjald; hinn helmingurinn greiðist úr ríkissjóði og er það í samræmi við það er áður gilti. Um leið og tryggingarskyldan var aukin og nýjum, inn- byrðis all-frábrigðilegum atvinnugreinum var bæll við, varð ekki lengur hjá því komist, að taka upp áhæltuflokkun og ákvörð- un iðgjalda í samræmi við hana, enda fela lögin stjórnar- ráðinu að ákveða, með reglugerð, um skiflingu atvinnu- fyrirtækja i áhættuflokka og um iðgjaldagrundvöllinn fyrir hvern flokk. Samkvæmt reglugerð, nr. 3, 2. janúar 1926, eru áhættu- flokkarnir 7 að tölu og iðgjöldin lægst 6 aurar á viku í 1. ilokki og hæst kr. 1,20 á viku í 7. flokki. í þeirri grein, er fengin var um innlend reynsla, sjómannatryggingunni, er llokkunin þannig að mótorskip, stór ogsmá, eru i 7. áhættu- flokki, seglskip í 6. flokki með 90 aura vikugjaldi og gufu- skip og róðrarbátar í 5. flokki með 80 aura vikugjaldi. Nýju áhæltugreinunum, þar sem ekki var á innlendri reynslu að bj'ggja, er skipað í 1.—5. áhætluflokk, með hliðsjón af er- lendri rejmslu. Má, sem eðlilegt er, búast við að þá flokkun þurfi að gera nákvæmari, fjölga flokkum og samræma ið- gjöld, eftir þvi sem reynslan kennir. Áhæltuákvörðunin, til hverra slysa ákveðin tiygging nái, er, að því er sjómenn snertir, óbreylt frá því sem áður var og í nýju áhættugreinunum bundin við það, að maður slas- ist eða deyji af slysi við þann atvinnurekstur, sem hann er trj'gður i, 3. gr. Það er þannig ekki farið út fyrir eiginleg alvinnuslys. Tryggingin tekur ekki til annara slysa, þó þau annars standi í nokkru sambandi við atvinnuna, t. d. hendi á leið til eða frá vinnu. Að eins um sjómennina eru ákvæðin, eins og áður er tekið fram, nokkru rýmri. Hinsvegar tekur trj’ggingin ekki til annars en slysa. Að vísu tala lögin um örorku og örorkubætur, en eiga þar auðsjáanlega að eins við slj'sabælur. f’ólt maður hljóti varanlega örorku við alvinnu-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.