Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 90

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 90
86 hæla í hjeraðinu, eftirlit og umsjón með undirstjórnum, svo og sameiginlegar framkvæmdir fyrir hjeraðið. Almenna lækna- skipunin yrði að visu að vera i höndum yfirstjórnar, en hjeraðsstjórn gæti ráðið aukalækna, að staðaldri eða um stundarsakir, og legði læknum farartæki og flutning. Hvort hjeraðssjórn ennfremur hefði með höndum greiðslu á fram- færslueyri, að nokkru leyti, og þá helst til þeirra manna, er ótvírætt væru haldnir varanlegri örorku, væri algert fyrirkomu- lagsatriði í sambandi við fjárskiftinguna milli undirstjórnar og hjeraðsstjórnar. Starjsjje tryggingarstjórnar i sýsluhjeraði, væri framlög sveita- og sýslufjelaga. Hvort við það skyldi aukið eða frá- dregið, færi alveg eftir starfaskiftingu, svo og þvi, hve langt væri komið með notkun stofnana og hæla í stað framfærslu- eyris. Tæki þetta eðlilega breytingum eftír því sem slíkar stofnanir kæmust á fót. — Sjálfræði væri ekki síður nauð- synlegt á þessu stjórnarstigi en á frumstiginu, undir eftirliti yfirstjórnar. Sjerstaklega meðan hjeraðaskipun væri ekki komin í hæfilegt lag, væri samstarf tryggingarstjórna, í tveim eða fleiri sýsluhjeruðum, nauðsynlegt um ýmsar framkvæmdir og störf, sem hlutaðeigandi stjórnir þá eðlilega fælu einum eða fleirum sinna meðlima að hafa með höndum. Tryggingarstjórnir í hjeraði þyrftu að visu ekki að vera launaðar, en starfið væri það umsvifamikið, að heimila yrði þeim ferðakostnað og dagpeninga, er þeir yrðu að vera fjar- vistum frá heimili sinu. 3. Yfirstjórnin. Tryggingarstjórn landsins sje sömuleiðis skipuð þrem mönnum, einum kjörnum af rikisstjórninni, en hinir tveir sjeu kosnir af tryggingarstjórnum hjeraða, meðal meðlimanna. Kjörtimabil sje 6 ár og gangi einn frá á tveggja ára fresti,— Verkaskifting yrði að vera, þannig að eigi yrði stjórnarmaður atkvæðum borinn i sínum verkahring. Aðaltillit við verkaskift- ing væri svo, að einn hefði i sínum verkahring hið umliðna, þ. e. framkvæmdir viðvíkjandi hinum trjfgðu og framfærslu þeirra, er skaði hefði orðið, annar hefði stjórn á læknaliði tryggingarinnar og öll hein heilbrigðismál, en starfsvið hins þriðja vissi aðallega að framtíðinni, umbótum á öllu skipu- lagi tryggingarinnar, nýjum ráðstöfunum er að gagni mætti koma, n}rjum starfstækjum og stofnunum, sjúkrahúsum og öðru slíku, svo og nauðsynlegum kröfum til löggjafarvaldsins

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.