Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 26
24
VI. Kennslan.
Guðfræðisdeildin.
Prófessor Sigurður P. Sívertsen.
1. Fór með yfirlieyrslu og viðtali yfir irúfræði 2 stundir i
viku fyrra misserið og 5 stundir siðara misserið fram yfir
miðjan aprílmánuð. Lögð til grundvallar kennslunni:
„Christian Theology in Outline“ eflir William Adams
Brown.
2. Hafði æfingar í barnaspurningum og leiðbeiningar 3
stundir í viku fyrra misserið, og æfingar í ræðugerð og
ræðuflutningi 1 stund í viku fvrra misserið.
3. Fór með fvrirlestrum yfir Helgisiðábók íslenzku þjóð-
kirkjunnar í febrúar, marz og' aprílmánuði. 10 erindi alls.
4. Flutti 5 erindi í maímánuði um helztu atriði sálgæzlu-
fræðinnar.
5. Fór með yfirheyrslu og' viðtali yfir siðfræði 5 stundir
vikulega í lok síðara misseris. Lögð til grundvallar
kennslunni: „Christianitv and Etliics“ eftir Archibald
B. D. Alexander.
Prófessor Magnús Jónsson.
1. Fór með yfirheyrslu yfir Postulasöguna 6 stundir í viku.
2. Las jafnhliða og í sömu stundum hókina Páll postuli eftir
kennarann. Var þessu lokið fyrir áramót.
3. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir Kirkjusögu Islands
eftir siðaskipti, 6 stundir í viku frá áramótum til missera-
skipta. Bók dr. Jóns Helgasonar biskups notuð.
4. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir Almenna kirkjusögu
eftir siðaskiptin, 6 stundir í viku í lok síðara misseris.
Lesinn L. Bergmann og nokkuð í hók dr. J. H. biskups.
5. Fór með yfirheyrslu og' viðtali (hraðlestri) Hir Kólossu-
bréf, Efesusbréf, Filemonsbréf, 1. og 2. Þessatoníkubréf og
Filippíbréf, 6 stundir í vilcu frá misseraskiptum og þar
lil kirkjusögukennslan hófst (seint í aprilmánuði).