Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 38
36
Lagadeildin.
í lok fyrra kennslumisseris lauk 1 stúdent embættisprófi í
lögfræði.
Skriflega prófið fór fram dagana 27.—31. jan.
Verkefni í skriflega prófinu voru þessi:
I. I I. borgararétti: Skýrið 14. gr. í tilsk. 25. sept. 1850.
II. I II. borgararétti: Lýsið reglum siglingalaganna um
riftun farmsamninga.
III. 1 refsirétti: Að liverju leyti leysir samþykki þess, sem
misgert er við, undan refsingu?
IV. í stjórnlagafræði: Hverjir urðu íslenzkir ríkisborgarar
1. des. 1918?
V. I réttarfari: Lýsið reglunni um dómsvald skiptaréttar.
Munnlega prófið fór fram 12. febrúar.
í lok síðara misseris luku 2 stúdentar embættisprófi í
lögfræði.
Skriflega prófið fór fram dagana 27., 28., 29., og 30. maí
og 1. júní.
Verkefni í skriflega prófinu voru þessi:
I. 1 I. borgararétti: Hverjir eru skylduerfingjar og hver
er réttur þeirra?
I. I II. borgararétti: Hvað þarf til þess, að loforð, sem
gefið er í nafni annars manns, verði skuldbindandi
fvrir hann gagnvart nióttakanda?
III. í refsirétti: Hverja þýðingu hefir, samkv. alm. liegn-
ingarlögum, afturhvarf frá hlutdeild í afbroti?
IV. í stjórnlagafræði: Hvað merkir „fjár síns ráðandi“ i
29. gr. stj.skr.?
V. í réttarfari: Að liverju leyti er meðferð landamerkja-
mála frábrugðin almennri einkamálameðferð í liéraði?
Munnlega prófið fór fram 1(5. júní.
Prófdómarar voru hæstaréttardómararnir Eggert Briem
og Páll Einarsson, í veikindaforföllum liæstaréttardómara
Lárusar H. Bjarnasonar.