Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 54

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 54
52 2. Haldinn sé fyrirlestur í heyranda hljóöi um sjálfvalið efni. Sknlu þeir, er samkeppninni halda áfram, tilkynna formanni dómnefndar, Sigurði próf. Nordal, verkefnið, en dómnefnd ákveð- ur svo, hvort það skuli tekið gilt. Fjórtán dögum þar frá skal lialda fyrirlesturinn, þar sem nefndin ákveður. Hver þessara fyrir- lestra taki ekki lengri tíma en 3 stundarfjórðunga. Ennfremur samþykkti nefndin, að verkefni i ritgerðina skyldi vera: „Frjálst verkafólk á Islandi til siðaskipta“. Af umsœkjöndum höfðu 2 tekið umsókn sína aftur, mag. art. Guðni Jónsson og stud. mag. Stefán Pétursson. Hinum 5 umsækjöndum, sem voru hér i Reykjavik, voru samdægurs tilkynntar reglurnar um samkeppnis- prófið og verkefnið í ritgerðina. Tveim þeirra, sem voru í Kaup- mannahöfn, dr. jur. Jóni Dúasyni og mag art. Þorkeli Jóhannessyni, var tilkynnt verkefnið simleiðis, en reglurnar bréflega, ásamt stað- festingu á símskeytinu. Jafnframt var sendiherra Sveinn Björnsson beðinn að veita ritgerðum þeirra viðtöku á tilsettum tima. Hinu 24. sept. rituðu 4 af umsækjöndunum dómnefndinni bréf (fskj. 1), þar sem þeir fóru þess á leit, að hinn ákveðni frestur til þess að skila úrlausnum á ritgerðarefninu yrði framlengdur til 1. jan. Á fundi 27. sept. samþ. nefndin að verða við þessari beiðni, og var það tilkynnt öllum keppöndunum og' Sveini Björnssyni sendiherra. Hinn 31. des. 1930 barst nefndinni í hendur bréf frá einum kepp- andanna, Árna Pálssyni bókaverði, þar sem hann fór fram á, að sér yrði veittur 14 daga frestur til þess að ljúka við ritgerð sína, vegna frátafa af flutningi og sjúkleika (fskj. 2). Eftir að nefndin hafði borið þessa málaleitun undir þá keppendur, sem til náðist, taldi hún ekki fært að veita meira en 4 daga frest. Þeim fresti afsalaði Árni Pálsson sér og skilaði ritgerð sinni 1. jan. þ. á. Þeir Guðbrandur Jónsson rithöf., Hallgrímur Hallgrímsson bókavörður, Sigurður Skúlason mag. art. og Þorkell Jóhannesson mag. art., sem þá var kominn til Reykjavíkur, skiluðu allir ritgerðum sinum 31. des. Jón Dúason dr. jur. skilaði sinni ritgerð í hendur sendiherra íslands í Ivaupmannahöfn 1. jan. þ. á., og var hún send til nefndarinnar með fyrstu skipsferð, ásamt bréfi frá sendiherra (fskj. 3). Einn keppandanna, mag. art. Barði Guðmundsson, settur prófessor, skilaði engri ritgerð. Eftir að allir nefndarmenn höfðu lesið þær 6 ritgerðir, sem nefnd- inni höfðu borizt, — en það tók alllangan tima, fyrst og fremst vegna annrikis og síðan veikinda sumra nefndarmanna —, hélt nefndin fund 8. marz s. 1. og gerði þar svohljóðandi ályktun: Nefndin telur ritgerðir þeirra Árna Pálssonar og Þorkels Jó- hannessonar bera svo af ritgerðum hinna keppandanna, að eigi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.