Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 58

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 58
56 Fylgiskjal 1. Reykjavík, 24. sept. 1930. Eftir aS vér undirritaðir umsækjendur um prófessorsembætti'ð i sögu, sem staddir erum hér á landi, nú erum búnir að kynnast að nokkru verkefni þvi, sem háttvirt nefnd hefir valið oss til úr- lausnar við samkeppnisprófið, hefir oss litizt svo, að mergð og magn þeirra rita, er kanna þurfi i heimildarleit, sé slíkt, að mjög líklegt sé, að timi sá, sem afgangs verður því verki, muni verða það naumur, að liann nægi ekki til þess, að semja ritgerðina sjálfa og láta vélrita liana innan þess tímatakmarks, sem nefndin hefir sett. Það eru þvi kurteisleg tilmæli vor, að nefndin framlengi frest- inn svo, að ekki þurfi að skila úrlausnum fyrri en í fyrsta lagi 1. janúar næstkomandi. Vér göngum að því vísu, að nefndin telji það skyldu sína að haga störfum sinum svo, að niðurstaða samkeppninnar verði sem minnst af handahófi eða velti á tilviljun. Háttvirtri nefnd getur þvi ekki verið hugarleikið að skera frestinn til afhendingar á úr- lausnum svo nauman, að flestum þyki, að standa muni á beini, og þvi síður það, að umsækjendur vegna tímaskorts þurfi að flaustra af ritgerðum sínurn svo, að þær gefi nefndinni villandi hugmynd um getu hvers einstaks, þvi ekki yrði tilgangi sam- keppnisprófsins náð með þeim hætti. Skulum vér ekki fjölyrða um þetta frekar, en þykjumst mega treysta því, að nefndin sjái sanngirni tilmæla vorra og verði við þeim. Svar nefndarinnar væri oss kært að geta fengið um hæl. Virðingarfyllst. Árni Pálsson. Hallgr. Hallgrimsson. Guðbr. Jónsson. Barði Guðmundsson. Til dómnefndarinnar um samkeppnispróf um prófessorsembætti í sögu. Fylgiskjal 2. Hérmeð leyfi ég mér að fara þess á leit við háttvirta dómnefnd um samkeppnispróf i sögu, að hún veiti mér 14 daga frest til lausnar verkefni þvi, sem ég og samkeppendur mínir hafa unnið að undanfarna mánuði. Ég leyfi mér að rökstyðja þessa beiðni mína svo sem nú skal greina: Þá er oss keppinautum var fengið verkefnið i hendur, hinn 20. september síðastliðinn, stóð svo á fyrir mér, að ég var hús-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.