Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 59
57
næðislaus, og heppnaðist mér ekki að ná i húsnæði fram undir
mánaðamót. Fékk ég þá að vísu íbúð, en með svo óhagfellduin
skilmálum, að ég þurfti mikið fyrir að hafa, til þess að geta full-
nægt þeim. Komst ég því ekki að verki fyrr en hinn 4. eða 5.
október. Siðan varð ég fyrir þvi óhappi, að verða verklaus ruinan
vikutíma vegna sjúkdóms, svo sem meðfylgjandi læknisvottorð
sýnir. Vona ég því, að háttvirt dómnefnd sjái sér fært að verða
við þessari beiðni minni.
Reykjavík, 31. desember 1930.
Virðingarfyllst
Árni Pálsson.
Til
dómnefndar um samkeppnispróf i sögu við Háskóla íslands.
Ég undirritaður votta hérmeð, að herra bókavörður Árni Páls-
son hafi legið rúmfastur frá 25. nóv. til 2. des. '1930 vegna tann-
igerðar.
V. Bernhöft
tannlæknir.
Fylgiskjal 3.
Sendiráð íslands.
Kaupmannahöfn, 3. janúar 1931.
Með tilvísun til fyrri bréfa, síðast bréfs héðan dags. 8. okt.
f '
• a-, sendist hér með samkeppnisritgerð frá dr. Joni Dúasyni.
Skal þess getið, að dr. Jón Dúason skilaði ritgerðinni i hendur
Undirritaðs fimmtudaginn 1. þ. m. kl. 21,15.
Sveinn Björnsson.
Éerra prófessor Sig. Nordal,
formaður dómnefndar um prófessorssamkeppni i sagnfræði,
Reykjavík.