Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 67

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 67
65 Reglur um aðgang stúdenta að sýningum Leikfélags Reykjavikur við lækkuðum aðgangseyri. 1. gr. Stúdentar innritaðir við Háskóla íslands fá aðgang að leiksýn- ingum Leikfélags Reykjavíkur við lækkuðum aðgangseyri eins og segir i 2. gr. 2. gr. Lækkunin nemur ca. 33% af bruttoverði aðgöngumiða. Þegar selt er með venjulegu verði kosta miðsæli kr. 2.50 og almenn sæti og stæði kr. 1.50. En þegar selt er með hækkuðu verði kosta miðsæti kr. 3.00 og almenn sæti og stæði kr. 2.50. Lækkunin tekur ekki til svala, nema sérstaklega standi á. 3. gr. Aðgöngumiðar afhendist persónulega, gegn framvísun Háskóla- skírteinis. 4. gr. Stúdentaráðið afhendir framkvæmdarstjórn Leikfélags Reykja- víkur á hverju hausti skrá yfir alla stúdenta, sem innritaðir eru við Háskólann og fengið hafa Háskólaskírteini. 5. gr. Þegar aðgöngumiði er afhentur skal hann stimplaður með þar til gerðum stimpli, sem Stúdentaráðið á og leggur til. 6. gr. Dyravörður getur krafizt þess að handhafi aðgöngumiða, sem stimplaður er á þennan hátt sýni jafnframt Háskólaskírteini sitt, áður en hann fær aðgang að leiksýningu. Verði uppvist um misnotkun stimplaðra aðgöngumiða, eða mis- notkun Háskólaskirteinis, er Stúdentaráðið skylt að tilkynna Há- skólaráðinu þetta þegar i stað og leggja til að farið sé með afbrotið sem brot á Háskólalögum um misnotkun réttinda Háskólaborgara. 7. gr. Leikfélag Reykjavíkur getur numið þessar reglur úr gildi fyrir- varalaust ef um misnotkun gefinna réttinda er að ræða.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.