Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 68

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 68
66 8. gr. Reglur þessar öðlast gildi þegar í stað, er þær hafa hlotið stað- festingu beggja aðila, Stúdentaráðs Háskóla íslands og Leikfélags Reykjavíkur, með samþykki Háskólaráðsins. Tillaga til þingsályktunar um Háskóla íslands. Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni: 1. Að láta rannsaka, að hve miklu leyti og hvernig væri unnt að koma á fót undirbúningskennslu við Háskóla íslands i þeirn námsgreinum, sem þar eru ekki kenndar nú, til þess að stytta nám í þeim erlendis. 2. Að láta rannsaka, hvort ekki væri fært að koma upp sumar- námskeiði í sambandi við Háskóla íslands, einkum handa þeim útlendingum, sem nema vilja íslenzk fræði og kynnast íslandi og íslendingum. 3. Að bera fram um þessi atriði frumvarp eða frumvörp á næsta Alþingi. Greinargerð. % 1. Undirbnningsnám viö Háskóla íslands. Háskóli vor er nú að verða tvítugur að aldri, og hefir hann verið að mestu óbreyttur frá upphafi. Hann hefir séð embættismanna- efnum fyrir kennslu í guðfræði, læknisfræði og lögfræði, og auk þess veitt kennslu til meistaraprófs i íslenzkri málfræði, sögu og bók- menntum. Allar aðrar námsgreinir hafa íslenzkir námsmenn eftir sem áð- ur orðið að sækja til annara landa. Hafa verið veittir námsstyrkir nokkrir til þess, og þó ekki líkt því eins mörgum mönnum og um hafa sótt. Þessir námsstyrkir hafa verið miklu hærri en stúdentar fá við Háskólann hér, eins og eðlilegt er, og þó sjálfsagt ekki verið þægilegra fyrir þá, sem þeirra hafa notið, að komast af en hina, sem heima hafa stundað námið. A þessu fyrirkonnilagi eru náttúrlega margir annmarkar. Má þar til nefna fyrst kostnaðinn. Er þar ekki átt aðeins við beina náms- styrkinn, sem veittur er, heldur einnig og einkum það fé, sem þjóð- in yfirleitt verður að borga út úr landinu, til þess að kosta allan þennan fjölda manna erlendis. — Þá er aftur á hitt að lita, að hér eru nú til menn, og verða fleiri og fleiri, sem eru prýðilega vel færir um að veita tilsögn í þessum greinum, en eiga erfitt með að

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.