Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 71
69
5. AS útlendum mönnum verði gerð íslandsveran sem allra
ánægjulegust og þeim gefið tækifæri, undir umsjón og leiðsögu
kennaranna, til að kynnast sögustöðum og fegurð landsins.
6. Að i sambandi við sumarskólann (síðustu vikuna eða vik-
urnar) verði stofnað til alheims-ársþings kennara og sérfræðinga
i Norðurlanda- og og þar að lútandi fræðum.
7. Að Háskólinn gefi út vandað ársrit á svo mörgum tungu-
málum, sem þurfa þykir, og útbýti því víða um lönd á meðal há-
skóla og annara menntastofnana, stórblaða og tímarita, einkum
þeirra, sem við menntamál fást, og þeirra einstaklinga, sem eftir
þvi æskja eða líklegt þykir, að meti innihald þess.“
Með þesu eru dregin fram nokkur aðalatriði i málinu, en auð-
vitað má mjög margt um málið segja, þvi til stuðnings, þó að ekki
sé hér talið, þar sem aðeins er um að ræða hvatning til undir-
búnings. 6. liðurinn er auðvitað ekki í beinu sambandi við sum-
arnámsskeiðið sjálft, en vel mætti vera, að það breiddi út vitn-
eskju um þetta sumarnámskeið, ef tækist að ná hingað mörgum
fulltrúum. Þá er ekki heldur nauðsynlegt að láta námsskeiðið standa
eins lengi og hér er gert ráð fyrir. Viða munu þau vera mánuður.
Ekki er heldur alveg nauðsynlegt að halda slikt námsskeið á
hverju ári.
Sumarnámsskeið svipuð þessu tíðkast mjög erlendis. Við þýzka
háskóla munu þau vera víða, og lögð áherzla á, að þau sé ódýr og
hentug. Aftur á móti virðast námsskeiðin við enska háskóla vera
alldýr, og lögð mikil áherzla á, að þeir, sem þau sækja, kynnist
sem bezt og hafi ánægju af dvölinni.
Auðvitað yrði árangur af sumarnámsskeiðinu mjög eftir þvi,
hve duglega það væri rekið að þvi er snertir auglýsingar og slíkt,
auk þess sem vanda yrði til kennslunnar. Mætti vafalaust vænta
mikils styrks frá íslendingum vestan hafs og vinum þeirra og ís-
lands um þátttöku þaðan, og í Þýzkalandi myndi og margur leggja
því liðsyrði. Dr. Gíslason lagði mikla áherzlu á, að undinn væri
bráður bugur að þessu, meðan alþingishátíðin og sú auglýsing, sem
henni var samfara, væri ekki komin of langt undan landi.
Hér á eftir eru birtar umsagnir tveggja lærdómsmanna erlendra
(amerískra) um sumarnámsskeiðshugmyndina.
9