Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 74

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 74
72 skólum og alþýðuskólum, þurfa að sækja slika náttúrufræðikennslu við háskólann, til þess að geta talizt fullfærir til að kenna þessar greinar, því að hingað til hefir undirbúningsnám þeirra undir slíkt kennslustarf verið allt of ófullkomið. Það er vafalaust, að háskólar á Norðurlöndum myndu taka gilt þetta undirbúningsnám hér heima, eftir prófum eða vottorðum frá háskólanum hér, ef hægt er að sýna fram á, að kennslan hafi farið fram eftir föstu skipulagi. En auðvitað yrði að taka nokkurt tillit til þess, hvaða erlenda háskóla nemendur ætla að sækja,- að byrj- unarnáminu loknu. í þýzkum háskólum mun mega spara þriggja semestra nám með tveggja vetra undirbúningsnámi hér heima i þessum greinum. Laugarnesi, 1931. Guðm. G. Rárðarson. P. S. Frá mag. sc. Árna Friðrikssyni hefi ég fengið ítarlegt álit um byrjunarnám í grasafræði og dýrafræði, miðað við kennslu i Hafn- arháskóla. Læt ég það fylgja þessari greinargerð. G. G. Bárðarson. Undirbúningsnám i dýrafræði og grasafræði við Háskóla íslands. í tilefni af því, að Visindafélag íslands hefir skipað nefnd til þess að athuga, að hve miklu leyti íslendingar geti stytt útivist þeirra stúdenta, sem verða að sækja nám sitt til erlendra háskóla, með undirbúningskennslu hér, hefir hr. próf. Guðm. Bárðarson, sem er einn í nefndinni, snúið sér til mín með þessar spurningar og beðið mig að svara þeim með umsögn á málinu: 1. Væri hægt að veita hér heima 1—2 ára undirbúingskennslu i þessum greinum (jurtafræði og dýrafræði), svo að það sparaði jafnlangt nám við háskóla erlendis? 2. Hvaða fög væri hægt að kenna hér? 3. Hvaða tæki mætti bjargast við við kennsluna, svo viðunanleg- ur árangur fengist? 4. Hver mundi verða kostnaðurinn? Mér finnst lítill vafi á því, að veita megi hér undirbúnings- menntun i jurtafræði og dýrafræði, en vil mæla með því, að náms- tíminn hér sér tvö ár, en ekki eitt. Við náttúrufræðinám standa stærðfræðistúdentar mun betur að vigi en máladeildarmenn. Báð- um þyrfti að kenna efnafræði scm undirbúningsfag, i líkum inæli- kvarða og læknanemum, eða ef til vill lítið eitt meira (bæði kvanti- tat og kvalitat æfingar). Ennfremur þyrfti að kenna máladeildar- stúdentum eðlisfræði, í líku sniði og nú er kennt í stærðfræði- deild Menntaskólans, en leggja sérstaka áherzlu á að útskýra og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.