Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 80

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 80
78 Svo er eitt atriði enn. Þessi stoí'nun myndi sjálfsagt verða sótt af mörgum stúdentum, sem ekki ætluðu sér framhaldsnám í öðrum löndum, og væri það mikill vinningur fyrir islenzka náttúrufræði, enda ekki vanþörf á slikum vinningi, þar sem skortur er á nált- úrufræðingum, og mikill hluti af náttúrufræðiembættum landsins er skipaður lítt hæfum mönnum. Reykjavík, 13. apríl 1931. Árni Friðriksson. Reykjavík, 1. maí 1931. Um iindirbímingsnám i verkfræði við háskólann. Tilhögun á námi við verkfræðingaháskóla í Þýzkalandi, Sviss, Norðurlöndunum 4 og þeim löndum öðrum, er sniðið hafa skólafyrir- komulag sitt eftir þýzkri fyrirmynd, er, að því er ég bezt veit, mjög svipuð. Inntökuskilyrðin eru mjög lík og samsvara stúdentsprófi úr stærðfræðideild eða jafnmikilli undirstöðukunnáttu, sem fengin er á annan hátt, í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, auk almennrar menntunar á borð við gagnfræðapróf. Hafa margir skólar undirbún- ingsnámsskeið fyrir þá, sem ekki hafa viðurkennda undirbúnings- menntun, og er þá próf eftir námsskeiðið jafnframt inntökupróf í háskólann. Háskólanáminu er öllu skipt niður á 8—9 semester, og er þá 9. semestrið aðeins helgað sérstöku prófverkefni og próflestri, en fyrir- lestrar eða aðrar æfingar við skólann sjálfan eru engar, aðrar en ef til vill einhverjar examinatoria undir burtfararprófið. Hefir þótt fara tiltölulega of mikill tími í þetta, miðað við notin, og hafa því margir skólar sleppt 9. semestrinu og hafa burtfararprófið undir- eins í lok 8. semestersins. Náminu á þessum 8 semestrum er skipt í 2 aðalkafla. Er fyrri kaflinn undirbúningsnám undir hið eiginlega verkfræðinám og er að mestu sameiginlegt fyrir allar greinar verkfræðinnnar. Tekur þessi kafli yfir 4 semester eða helming námstímans, og endar þá með svo kölluðu fyrrililutaprófi i lok 4. semesters. Þá byrjar hið eiginlega verkfræðinám, og greinist það i 4—6 að- algreinar, er hver um sig greinist aftur i 2 eða fleiri sérgreinar. Þessu seinni hluta námi, sem er sívaxandi vegna framfara verk- fræðinnar, er nú orðið víða tviskipt, þannig að í lok 6. semesters er tekið próf i aukafögum þeim, sem tilheyra hverri aðalgi’ein verk- fræðinámsins, og siðan er tekið fullnaðarprófi^S í aðalgreinunum í lok 8. semesters. Sumir skólar eru þó farnir að flytja aukafögin, eins og t. d.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.