Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 81

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 81
79 Teknologi (efnis- og áhaldafræði) fram í fyrri hluta námið, en hins- vegar er í reglugerðum skólanna ákvæði um það, að ef nemanda vantar eitthvað af aukafögum í fyrrihlutprófið, þá geti hann tekið próf í því sérstaklega, og eins próf í þeim fögum, er meiri kröfur eru gerðar til en hann hefir próf i áður. Þarf hann ekki að taka upp allt fyrri hluta prófið þess vegna. Aðalgreinir síðari hluta námsins eru venjulega þessar: 1. Byggingarverkfræði. 2. Vélaverkfræði. 3. Rafmagnsverkfræði. 4. Kemi- eða verksmiðjuverkfræði. 5. Námaverkfræði. 6. Húsgerðarlist. Það eru aðeins sumir háskólanna, sem kenna allar þessar aðal- greinar. í Danmörku er t. d. engin námafræði kennd sem aðalgrein og húsgerðarlist er ekki kennd þar á verkfræðingaskólanum, heldur í sérstökum skóla (Kunstakademiet). Til eru skólar, sem ekki kenna nema eina þessara aðalgreina, t. d. námaverkfræði, og jafnvel ekki nema hluta úr aðalgrein, svo sem skipasmíðaverkfræði, sem annars er talin sérgrein vélaverkfræð- innar. En hvernig sem svo sem námið greinist, þá er undirbúnings- námið 4 semestrin tnjög líkt, ef skólinn á annað borð hefir rétt- indi til að veita háskólapróf i náminu. Þar sem ekki getur verið um annað að ræða, að svo stöddu, hér hjá okkur en að veita kennslu í hinu sameiginlega undirbúnings- námi eða fyrri hluta verkfræðináms, skal sá hlutinn athugaður hér nokkru nánar. Það, sem sagt verður um námsgreinarnar og stundafjölda, styðst við reglugerð danska háskólans og háskólans i Darmstadt, er ég hefi séð, en þær eru mjög líkar. Námsgreinarnar og námstíminn til fyrri hlutans eru þessi: 1. Stærðfræði 4—5 stundir á viku öll semestrin. 2. Mekanik um 3 stundir á viku í 3 semester. 3. Deskriptiv Geometri 3—4 stundir á viku í 3 semester. 4. Teikning um 18 stundir á viku i 2 semester og — um 12 stundir á viku í 2 semester. 5. Eðlisfræði um 4 stundir á viku i 4 semester. 6. Eðlisfræðistilraunir 3 stundir á viku (1 dagur) i 1 semester. 7. Efnafræði um 4 stundir á viku í 2 semester. 8. Efnafræðitilraunir 3 stundir á viku (1 dagur) i 1 semester. 9. Jarðfræði um 4 stundir á viku i 2 semester.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.