Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 89
87
Fylgiskjal II.
Bréf tveggja amerískra prófessora um sumarnámsskeið.
Tjarnargata 22, Reykjavik.
10. ágúst 1930.
Dr. G. J. Gislason,
Grand Forks, N.-Dak.
Kæri dr. Gíslason!
Hugmynd yðar um það, að koma á fót sumarskóla við Háskóla
íslands, þar sem útlendingum væri veitt fræðsla i islenzkum bók-
menntum, sögu og menning, ætti að ræðast, fullkomnast og kom-
ast í framkvæmd sem allra fyrst.
í mörgum öðrum löndum Evrópu, einkum Þýzkalandi, og i Ame-
ríku eru slíkir sumarskólar eða námsskeið fastur liður í starfskrá
háskólanna. Með þessu færa þessir skólar sér í nyt þann augljósa
sannleik, að námsfólk vill helzt geta varið sumarleyfi sínu til hvors-
tveggja, náms og ferðalaga. En ef útlendur ferðamaður kemur til
íslands að sumarlagi (og það er eini tíminn, sem hægt er að nota
til ferðalaga á íslandi), kemur hann að háskólanum lokuðum og
kennurum hans dreifðum út um hvippinn og hvappinn. Ef kostur
væri á námsskeiði í sambandi við vel skipulagðar ferðir til merk-
ustu staða, myndi það án efa draga marga erlenda fræðimenn til
landsins.
Ef ísland á að verða miðstöð norrænna fræða í framtíðinni, og
það ætti það að verða sakir bókmennta sinna, tungu og sögu, verð-
ur nú þegar að sjá svo um, að þeir, sem kynnast vilja íslenzkri
menning og háttum, eigi sem allra greiðastan aðgang að þeim fróð-
leik. Námskeiðum í þessum fræðum, og svo í nútíma íslenzku, ætti
að koma af stað, og fá til þeirra beztu fræðimenn frá háskólum og
menntaskólum i Evrópu og Ameríku.
Tungan sjálf, sem geymt hefir mörg forn einkenni og felur í sér
svo flókið kerfi hljóðfræði, er i sjálfri sér svo að segja einstök, og
alveg nauðsynleg hverjum þeim, sem vill kynna sér samband ger-
manskra mála. Eins og nú hagar til má búast við, að útlendingurinn
komi til íslands án þess að kunna nokkuð i nýja málinu, haldi svo
áfram að lesa sina þýzku eða ensku, dönsku, norsku eða sænsku, og
fari lieim með það á tilfinningunni, að íslenzka nútimans sé ugglaust
merkilegt tungumál, ef manni væri gefinn nokkur kostur að læra
hana. Sumarskólinn ætti einmitt að gefa mönnum þetta tækifæri,
og bæta þannig úr þessum örðugleikum, að nokkru leyti að minnsta
kosti.
Ef hugmynd yðar væri komin i framkvæmd, myndi sumardvöl á