Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 90

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 90
88 íslandi verða allt öðruvisi en hún er nú. Gesturinn (ef hann væri kominn til náms) myndi þegar í stað komast inn i félagsskap, sem starfaði að söniu áhugamálum og hann og væri meira eða minna „viðurkenndur“ af hinu opinbera, í stað þess, að nú finnst honum liann vera gersamlega einmana og eins ókunnugur öllum háttum og framast má vera. (Að minnsta kosti er það svo um Ameríkumenn). Hann myndi fljótt komast í félagsskap, likan því, sem hann á að venjast, og þar ætti hann alltaf athvarf og fyndist hann eiga nokk- urskonar heimili. — Ég held að ísland geti boðið útlendingum margt. En fæstir útlendingar munu koma þangað til þess að arka fram og aftur um göturnar í Reykjavík og skoða i búðarglugga. Það geta þeir eins vel og miklu betur í Lundúnum eða París. Ef hann kem- ur oftar en einu sinni eða stanzar lengur en meðan skipið bíður eftir honum, verður að gefa honum kost á að eignast eitthvað af því, sem ísland eitt getur veitt. Ég hefi þá skoðun, að sumarskóli sá, sem þér hafið stungið upp á, gæti mikið bætt úr þessu. Ef ég get orðið málinu að liði á einhvern liátt, þá gerið svo vel að gera mér aðvart. Ég er fús til samvinnu um það. Yðar einlægur J. H. Jackson, meðlinnir Ameríku-ráðs visindamanna. Bréf próf. Chester N. Gould frá Chicago háskóla. En ef ísland vill verða miðstöð skandínaviskra fræða, þá er greiðasta leiðin sú, að Háskólinn taki upp hugmyndina um sumar- skólann. Það er liægt að fá sæmilega visindalega menntun nálega alstaðar, cn kunnáttu i islenzkri tungu nútímans er hvergi hægt að fá nema á íslandi. Hver maður myndi fara þangað til verklegra æfinga. Útlendingar eiga bezt heimangengt að sumrinu, þvi að margir þeirra, sem tilsagnar óska í þessu, stunda sjálfir kennslu að vetr- inum. Þá hafa og flestir þá hugmynd, að ísland sé ógurlegur stað- ur að vetrinum, og það cr engin leið að fá menn til þess að fara þangað nema að sumrinu, fyrr en þeir hafa kynnzt því sjálfir. En cins og nú er, má heita gagnslaust að koma til Islands að sumrinu til þess að læra málið. Hvergi er hægt að hlýða á fyrirlestra eða komast i samræðu við menn, að minnsta kosti ekki fyrir ókunn- uga. Eina ráðið er að fá sér einkakennslu, en það er bæði dýrt, og vantar auk þess það fjör og lif, sem er í því að vera i hópi þeirra, sem sama verk stunda. Og svo er undir liælinn lagt, hvort menn hitta á kennara, sem í raun og veru er fær um starfið. Ég var sjálfur heppinn i þessu efni, en það var ekkert annað en tilviljun.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.