Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Side 10
8
frágangi og hið fyrmefnda rit. Er að þessu mikill fengur fyrir
læknisfræðinemendur og aðra, er slíkum fræðum sinna.
Eins og undanfarið hefir verið unnið þetta ár að samningu
hinnar vísindalegu íslenzku orðabókar og því miðað áfram að
venju. Fram til þessa hefir háskólinn af sinni hálfu lagt fram
fullan helming þess fjár, sem unnið hefir verið fyrir árlega, en
ríkissjóður hinn helminginn. Þetta fé átti að nægja til þess að
greiða kaup þriggja manna, en háskólinn kostaði að auki hús-
næði og aðra aðstæðu til verksins. Nú hefir fjárveiting þessi
rýrnað svo við vaxandi dýrtíð, að hún nægir ekki lengur þrem
mönnum, og tvö undanfarin ár hafa aðeins tveir menn unnið
þarna fulla vinnu og hinn þriðji um þrjá mánuði á ári. Þetta
er með öllu óviðunandi. Orðabókin verður að fá meira starfsfé,
ef eigi á að líða óhæfilega langur tími, þangað til hægt er að
hefja útgáfu hennar, hvað þá að menn geti haft hennar full
not. Ég fullyrði, að ekkert verk varðandi íslenzk fræði og þjóð-
menningu sé nú merkara unnið en þetta. Hér er vissulega ekki
um að ræða verk, sem unnið sé til dundurs fáeinum lærðum
mönnum, grúskurum eða sérvitringum, heldur verk, sem mun
verða öllum almenningi þessa lands sístreymandi fróðleiks- og
menntunarlind, að ég ekki tali um það, sem þó er ekki minnst
um vert, að orðabók slík sem þessi verður hin sterkasta brjóst-
vörn fyrir tungu vorri um alla framtíð. Ég þarf ekki að orð-
lengja um þýðingu þessa verks og ekki heldur að færa nánari
rök að orðum mínum. Ég veit að þið, góðir áheyrendur, skiljið
þetta fullkomlega.
1 vor voru 10 ár liðin síðan háskólinn veitti fyrst fé til orða-
bókarverksins, 25 þúsund krónur úr Sáttmálasjóði. Síðan hefir
hann á hverju ári veitt fé til orðabókarinnar, og nemur sú upp-
hæð á þessu ári 75 þúsund krónum. Árið 1948 var vinnan við
orðabókina aukin, enda var þá fengin fjárveiting úr ríkissjóði
til jafns við framlag háskólans. Sú upphæð átti að nægja til að
launa þrjá fasta starfsmenn, svo sem ég gat um áður. Nú er
sýnt, að draga muni stórum úr orðabókarverkinu, nema leið
verði fundin til að auka starfsféð að mun. Getu Sáttmálasjóðs
til fjárframlaga er, sem vænta má, takmörk sett, og engar