Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 72
70
seldi eyðuframsali. Jafnframt kvaðst Þórður geta bent Einari á
mann, sem þyrfti á fé að halda og mundi greiða vel fyrir. Varð
það að samningum með þeim Einari, að Þórður sendi Jón til hans.
Einar var ekki ánægður með tryggingar þær, sem Jón gat sett, en
þær voru tvær vörubifreiðar heldur lélegar. Þær seldust síðar á
uppboði fyrir kr. 40.000 hvor.
Það kom fram í tali þeirra, að Einar átti vélbát lélegan, 80
smál. að stærð. Var hann vátryggður fyrir kr. 300.000,00, en hafði
skömmu áður verið metinn til lántöku á kr. 180.000,00. Báturinn
lá innan um aðra báta við trébryggju hér í höfninni. Eftir alllangt
þóf varð það að samningum, að Einar lánaði Jóni kr. 70.000,00 til
eins árs og með 6% ársvöxtum gegn skuldabréfi að upphæð kr.
100.000,00, er tryggt var með veði í bifreiðum þeim, er að framan
greinir, enda lofaði Jón, að hann skyldi kveikja í bátnum, eða fá
einhvern til að gera það. Skuldabréfið var gefið út 30. sept. 1953
til handhafa og löglega skrásett.
Sú varð reyndin, að greindar lántökur urðu ekki til þess að
bjarga fjárhag Jóns, og varð hann gjaldþrota hinn 20. marz 1954.
Einar krafði nú þrotabúið um greiðslu á skuldabréfinu og víxlin-
um. Hann taldi sér og bera andvirði hinna veðsettu eigna. Það kom
fram, að á annarri bifreiðinni hvíldi lögveðskrafa, að upphæð kr.
10.000,00, vegna slyss, er orðið hafði þá fyrir þrem árum. Enn
kom það fram, að lögtak hafði verið gert í ritvélinni og reikni-
vélinni fyrir ógreiddum skatti að upphæð kr. 3.000,00. Jón kvaðst
ekkert hafa munað eftir lögtakinu, þegar hann veðsetti þessi tæki.
Loks kom fram krafa frá tannlækni nokkrum, að upphæð kr. 2.000,00
fyrir gervitennur, er kona Jóns hafði fengið, en þau hjón bjuggu við
venjulegt fjárfélag.
Hver og einn framangreindra aðila vildi halda sem bezt á rétti
sínum. Gerið rökstudda grein fyrir sjónarmiðum þeirra og úrslit-
um ágreiningsins, svo og að hve miklu leyti er um refsivert atferli
að ræða og hver ákvæði koma þar til athugunar.
II. Fyrri hluti embættisprófs í lögfrœði.
I lok fyrra misseris luku 3 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs.
Skriflega prófið fór fram 7., 10., 12. og 14. jan.