Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 97
95
Einar Arnórsson
dr. juris.
Dr. juris Einar Arnórsson andaðist hinn 29. marz 1955. Frá-
fall hans var óvænt. Þótt hann væri orðinn 75 ára, þá bar hann
þann aldur mjög vel og virtist enn búa yfir mikilli starfsorku.
Gekk hann til starfa að vanda að morgni hins 29. marz, en
hneig skyndilega niður örendur á heimili sínu um hádegisbilið.
Hann féll síðastur í valinn þeirra manna, er fyrstir voru kenn-
arar við Háskóla Islands.
Það var mikið dagsverk og margbreytt, sem Einar leysti af
hendi á æviskeiði sínu. Trúnaðarstörfin, sem honum voru falin,
voru mörg og margháttuð og mikilvæg.
Hann varð annar hinna fyrstu kennara lagaskólans, 1908,
og síðan prófessor í lagadeild háskólans, er hann var stofn-
aður. Þessu starfi sínu hélt hann til ársins 1932 með nokkrum
frávikum. Eftir að hann hafði horfið frá prófessorsembættinu,
var hann lengst af prófdómari við lagapróf. Má því segja, að
hann væri í tengslum við háskólann allan starfsaldur sinn.
Rektor háskólans var hann tvö kjörtímabil, 1918—1919 og
1929—1930.
Hann var tvívegis ráðherra, ráðherra Islands 1915—1917,
og dóms- og menntamálaráðherra í ráðuneyti Björns Þórðar-
sonar 1942—1944.
Hann átti og tvívegis sæti á Alþingi, í fyrra skiptið, 1914—
1919, sem þingmaður Ámesinga, í síðara skiptið, 1931—1932,
sem þingmaður Reykvíkinga.
Hann var skipaður dómari í hæstarétti 1932 og gegndi því
embætti til 1945, að undanteknum þeim tíma, sem hann var
ráðherra hið síðara skiptið.
Af öðrum trúnaðarstörfum, sem hann gegndi má nefna þessi:
Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1930—1932, formaður
húsaleigunefndar 1917—1919, skattstjóri í Reykjavík 1922—
1929 og síðan í niðurjöfmmarnefnd fram til 1932. Hann átti sæti
í hinni dansk-íslenzku sambandslaganefnd frá því hún var stofn-
uð 1918 og til 1934.