Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 97

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 97
95 Einar Arnórsson dr. juris. Dr. juris Einar Arnórsson andaðist hinn 29. marz 1955. Frá- fall hans var óvænt. Þótt hann væri orðinn 75 ára, þá bar hann þann aldur mjög vel og virtist enn búa yfir mikilli starfsorku. Gekk hann til starfa að vanda að morgni hins 29. marz, en hneig skyndilega niður örendur á heimili sínu um hádegisbilið. Hann féll síðastur í valinn þeirra manna, er fyrstir voru kenn- arar við Háskóla Islands. Það var mikið dagsverk og margbreytt, sem Einar leysti af hendi á æviskeiði sínu. Trúnaðarstörfin, sem honum voru falin, voru mörg og margháttuð og mikilvæg. Hann varð annar hinna fyrstu kennara lagaskólans, 1908, og síðan prófessor í lagadeild háskólans, er hann var stofn- aður. Þessu starfi sínu hélt hann til ársins 1932 með nokkrum frávikum. Eftir að hann hafði horfið frá prófessorsembættinu, var hann lengst af prófdómari við lagapróf. Má því segja, að hann væri í tengslum við háskólann allan starfsaldur sinn. Rektor háskólans var hann tvö kjörtímabil, 1918—1919 og 1929—1930. Hann var tvívegis ráðherra, ráðherra Islands 1915—1917, og dóms- og menntamálaráðherra í ráðuneyti Björns Þórðar- sonar 1942—1944. Hann átti og tvívegis sæti á Alþingi, í fyrra skiptið, 1914— 1919, sem þingmaður Ámesinga, í síðara skiptið, 1931—1932, sem þingmaður Reykvíkinga. Hann var skipaður dómari í hæstarétti 1932 og gegndi því embætti til 1945, að undanteknum þeim tíma, sem hann var ráðherra hið síðara skiptið. Af öðrum trúnaðarstörfum, sem hann gegndi má nefna þessi: Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1930—1932, formaður húsaleigunefndar 1917—1919, skattstjóri í Reykjavík 1922— 1929 og síðan í niðurjöfmmarnefnd fram til 1932. Hann átti sæti í hinni dansk-íslenzku sambandslaganefnd frá því hún var stofn- uð 1918 og til 1934.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.