Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 100
98
var harðvítugur andstæðingur, þar sem var prófessor Knud
Berlin, duglegur maður, vel að sér um málið og óþreytandi að
halda fram hinum danska málstað. Eg hygg, að sá verði dómur
framtíðarinnar, að Einar hafi gengið með sigur af þeim hólmi,
og þa^, verður seint ofmetið, hversu mikill styrkur veir að þess-
um ritum hans. 1 þeim kynntist allur almenningur hinum laga-
lega rétti vorum betur en áður, og þau kynni urðu mönnum
hvöt til að standa fast á réttinum og krefjast hans afdráttar-
laust. 1 sögu þessa tímabils, lokasóknarinnar, verður Einars
jafnan getið í tölu þeirra manna, er fremstir stóðu í sókninni,
og það vildi vel til, að hann skyldi eiga sæti í ráðimeyti því, er
hafði forgöngu um það, er lokasporið var stigið.
Einar var maður vinfastur, tryggur vinur vina sinna. Á yngri
árum bar nokkuð á því, að hann væri kaldrænn í dómum sín-
um um menn og málefni, en mjög var hann breyttur í því efni
á efri árum sínum og orðinn mildari og umburðarlyndari.
Einar var kvæntur frú Sigríði Þorláksdóttur Johnson, og var
hjónaband þeirra mjög ástúðlegt, og mimu allir, sem til þekktu,
ljúka upp einum munni um það, að hann hafi verið framúr-
skarandi heimilisfaðir. Þeim varð sex barna auðið, eins sonar,
Loga, cand. juris og fulltrúa í dómsmálaráðuneytinu, og fimm
dætra, Ingibjargar, Guðrúnar, Áslaugar, Ásgerðar og Hrafn-
hildar. Tvær af dætrunum, Guðrún og Áslaug, eru látnar, og
var missir þeirra þeim þirng raun.
Ú. L.
Jón Hj. Sigurðsson.
Jón Hjaltalín Sigurðsson prófessor andaðist 13. sept. 1955, og
var banamein hans krabbamein í lunga. Hann var fæddur í
Reykjavík 15. okt. 1878, og voru foreldrar hans Sigurður Magn-
ússon kaupmaður og Bergljót Árnadóttir, kona hans. Eftir
stúdentpróf 1898 las hann læknisfræði við háskólann í Kaup-
mannahöfn og lauk þar prófi með I. einkunn í janúar 1906.
Skömmu seinna var hann skipaður héraðslæknir í Rangár-
héraði og gegndi því embætti til haustsins 1911, að undanteknu