Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Side 101

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Side 101
99 einu ári, 1909—1910, er hann var námskandídat við Kommune- hospitalet í Kaupmannahöfn. Um það leyti, sem Háskóli Islands var stofnaður, mun Jón Hj. Sigurðsson hafa þótt og verið álitlegastur ungra lækna sem lyflæknisfræðingur hér á landi, og því hefur honum verið veitt héraðslæknisembættið í Reykjavík, en þvi hafði fylgt kennsla við læknaskólann, og ákveðið hafði verið, að héraðslæknirinn í Reykjavík væri jafnframt aukakennari við læknadeild há- skólans. Jón Hj. Sigurðsson tók því við kennslunni í lyflæknis- fræði strax frá stofnun háskólans, og þó að sú fræði væri ein af aðalnámsgreinum læknadeildarinnar, var henni ekki ætlað- ur hærri sess en að vera aukastarf héraðslæknis í mannflesta læknishéraði landsins, sem fyrir kennsluna fékk lítilfjörlega árlega aukagetu. Ekki var svo vel, að háskólakennarinn þyrfti aðeins að sinna opinberum störfum héraðslæknisembættisins, heldur þurfti hann líka að stunda almennar lækningar, til þess að sjá sér og sínum farborða og líka til þess að hafa einhverja sjúklinga, sem hægt væri að nota við kennsluna. Þá þurfti oft að tína upp hingað og þangað utan úr bæ, því að sjúklingar með lyflæknissjúkdóma fengu sjaldan inni í spítala. Þar var venjulega fullsetið af sjúklingum, sem þurftu handlæknisað- gerða við. Nokkur breyting fékkst á þessu til batnaðar, þegar bæjarlæknisembættið í Reykjavík var stofnað 1922, en pró- fessorsembætti í lyflæknisfræði fékkst ekki stofnað fyrr en 1932. Það gefur að skilja, að erfitt hefur verið að kenna læknis- fræði í háskóla við slíkar aðstæður, og auðvitað varð kennslan að mestu leyti bókleg, en þó varð það svo, að læknakandídatar héðan reyndust hlutgengir á við aðra læknakandídata, þegar til útlanda kom, til framhaldsnáms. Á þessum erfiðleikum varð fyrst breyting, þegar Landspítal- inn tók til starfa í árslok 1930 og Jón Hj. Sigurðsson gerðist yfirlæknir lyflæknisdeildarinnar, en að undirbúningi Landspítal- ans hafði hann starfað um mörg undanfarin ár. Þá fyrst sköp- uðust aðstæður til reglulegrar klíniskrar kennslu og til bættra rannsókna sjúklinga og meðferðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.