Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 104
102
miklar gjafir notaðra læknisfræðibóka og tímarita til Háskóla-
bókasafns. En af bókagjöfum einstaklinga voru þrjár mjög
minnisverðar. Halldór Helgason jók 8 fornum biblíum og við-
hafnarútgáfu af The Book of Common Prayer við það biblíu-
safn, sem hann hóf að gefa Háskólabókasafni hið fyrra ár.
Hedin Bronner, M. A., gaf safninu 100 bindi af margvíslegum
ritum, þar á meðal er verðmæt heildarútgáfa af flestum ritum
Samuel Johnsons. Frú Alice Sigurðsson gaf bókasafn sonar síns
látins, Sigurðar Haraldssonar vélstjóra, til minningar um hann,
en hann fórst með Goðafossi 10. nóvember 1944. Faðir Sigurðar
var Haraldur Sigurðsson vélstjóri, d. 1954, sbr. Árbók Lands-
bókasafns Islands, X.—XI. ár, bls. 8. — Loks ber að geta hand-
rita Gísla Gíslasonar steinsmiðs, sem eru 10 bindi og geyma lög,
er hann samdi eða raddsetti. Gísli lézt í Reykjavík 19. janúar
1954. Ekkja hans, frú Magnea Gísladóttir, fékk guðfræðideild
háskólans handritin „til varðveizlu og afnota“, og geymir bóka-
safnið þau, þótt regla þess sé að eignast aldrei handritasafn.
Ekki var þetta ár haldin nein bókasýning, sem Háskólabóka-
safn tæki að sér á líkan hátt og bókasýning íslenzkra fræða
1954. En það léði allmikið af bókum til kennslutækja- og
kennslubókasýningar, sem haldin var í Melaskólanum í Reykja-
vík haustið 1954 að tilhlutun fræðslumálastjórnarinnar. 1 há-
skólanum var haldin sýning, sem Columbiaháskóli í New York
efndi til í tilefni af 200 ára afmæli sínu 1954.
Útlán og bókanotkun innan safns voru annars með allra breyt-
ingalausasta móti frá því, sem segir í síðustu ársskýrslu, þó
ögn minni. Frá 3. júlí til hausts var háskólabókavörður sjaldan
viðstaddur til afgreiðslu, nema annan hvern laugardag, heldur
vann að fornleifagrefti í Skálholti. Yfir veturinn hafði safnið
Hallberg Hallmundsson, B. A., til aðstoðarstarfa 2—3 stundir
á dag, en Ólaf Hjartar lítið eitt, þar sem hann hafði ráðizt að
fullu til annarra starfa.
Björn Sigfússon.