Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 126
124
XV. ÝMISLEGT
Lög nr. 15, 1955,
um stofnun prófessorsembættis í lífeðlis- og lífefnafræði.
1. gr.
Stofna skal nýtt prófessorsembætti í læknadeild Háskóla íslands í
lífeðlis- og lífefnafræði.
Um prófessor þennan gilda að öllu sömu reglur og um prófessora
þá, sem fyrir eru við háskólann.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Lög nr. 14, 1955,
um breyting á lögum nr. 44 19. júní 1933, um stofnun
happdrættis fyrir fsland.
1. gr.
1. gr. laganna breytist þannig:
1. a-liður orðist svo: Hlutatalan má ekki fara fram úr 40000, er skipt-
ist í 12 flokka á ári hverju, og skal dráttur fara fram fyrir einn
flokk í mánuði hverjum, dráttur fyrsta flokks í janúarmánuði og
tólfta flokks í desembermánuði.
2. gr.
Jafnframt eru úr gildi numin lög nr. 97 12. des. 1945, lög nr. 93
27. nóv. 1951 og lög nr. 68 19. nóv. 1953, öll um breyting á lögum nr.
44 19. júní 1933, um stofnun happdrættis fyrir ísland.
Breyting á reglugerð Háskóla íslands 30. júlí 1942,
staðfest af forseta íslands 1. des. 1954.
Aftan við 51. gr. háskólareglugerðar komi svofelld viðbót:
IV. Próf í íslenzku fyrir erlenda stúdenta: baccalaureatus philo-
logiae Islandicae (bacc. philol. Isl.). Námstími er áætlaður 4—6
kennslumisseri. Prófgreinar eru fjórar: málfræði, þýðingar, bók-
menntasaga og textaskýringar. Prófin skulu vera sex, þrjú skrif-
leg og þrjú munnleg.
Skrifleg próf.: 1. málfræði, 2. þýðing úr íslenzku á móðurmál