Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Side 135

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Side 135
133 Nefndin kaus sér formann Ólaf H. Ólafsson, en gjaldkeri nefndar- innar og fulltrúi ráðsins var Jón Böðvarsson. Tveir nefndarmanna, Bjöm Ólafsson og Lúðvík Gizurarson, töldu sér ekki fært að starfa í nefndinni sökum anna og sögðu af sér áður en nefndin tók til starfa fyrír alvöru. í þeirra stað tók Axel Einarsson stud. jur. sæti í nefnd- inni. Nefndin ákvað að hafa þann hátt á fjársöfnuninni að semja við einstaklinga og fyrirtæki um 500 kr. greiðslu á ári. Nefndin hefur safnað allmiklu fé á þennan hátt, en ennfremur reynt aðrar fjár- öflunarleiðir. Árangur hefur orðið allgóður og hafa Friðriki þegar verið tryggðar 30—40 þúsund króna árlegar tekjur. Nefndin hefur enn ekki lokið störfum og er því ekki unnt að leggja fram reikn- inga sjóðsins, enda hefur nefndin ekki enn ákveðið, hversu háa upphæð Friðrik skuli fá greidda árlega, né heldur ákveðið greiðslu- fyrirkomulagið. Þótt hér sé ekki unnt að gefa tæmandi skýrslu um söfnunina má óhikað fullyrða, að framgangur þessa máís sé þegar tryggður. Jón Böðvarsson. Isaac Stem. Á síðastliðnum vetri kom hingað til lands bandaríski fiðlusnill- ingurinn Isaac Stem. Hélt hann hér tvenna hljómleika á vegum Tón- listarfélagsins og lék eitt sinn með sinfóníuhljómsveitinni. Auk þess hélt hann eina hljómleika fyrir stúdenta í hátíðasal Háskólans. Að hljómleikunum loknum lýsti hann því yfir, að hann myndi gefa Háskólastúdentum allan ágóða af hljómleikum sínum hérlendis, og skyldi honum varið til kaupa á fullkomnustu tækjum til hljómlistar- flutnings og vísi að hljómplötusafni. Hinn 5. marz s. 1. var mynduð nefnd til að sjá um að hrinda þessu máli í framkvæmd. Var rektor, Þorkell Jóhannesson, formaður hennar, en auk hans frá Háskólaráði próf. Gylfi Þ. Gíslason og próf. Steingrímur J. Þorsteinsson. Af hálfu Stúdentaráðs áttu sæti í nefndinni Árni Björnsson og Valdimar Kristinsson. Hélt nefndin sinn fyrsta fund til að ræða væntanlegan samastað tækjanna. Kom í ljós, að ekki er um auðugan garð að gresja og þóttu Hátíðasalurinn eða I. kennslustofa helzt koma til greina. Var talað um að haldnar yrðu öðru hverju tónlistarkynn- ingar og nefndar Stem-kvöld. Næsta fund nefndarinnar sat miss Huber frá amerísku Upplýsingaþjónustunni. Var hún leidd um sali og leizt vænlegar á Hátíðasalinn, en þótti þó eigi í anda Stems sjálfs sá háttur, sem nefndin hafði áformað á tónlistarflutningum. Sagði það hans hugmynd, að til væri sérstakt tónlistarherbergi á líkan hátt og bókasafn, þangað sem stúdentar gætu farið og hlýtt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.