Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 138
136
inni. Kjömir voru Halldór Steinsen og Jón Tómasson. Varamenn
voru kjömir Guðmundur Pétursson og Hrafn Tulinius.
Fastur starfsmaöur S. H. 1.
Athugaðir hafa verið möguleikar á því, að S. H. í. réði sér starfs-
mann. Er að sjálfsögðu mikil þörf á slíku, a. m. k. yfir mesta anna-
tíma Stúdentaráðs. Ennfremur er augljóst, að málum ráðsins er
ekki eins vel sinnt, er ráðsmeðlimir starfa að þeim einungis í frí-
stundum. Full þörf er á, að betri regla komist á skrifstofuhald
ráðsins, en slíku verður alltaf ábótavant meðan ráðið getur ekki
haft fastan starfsmann. Enn sem komið er hefur þetta ekki fengið
lausn, en brýn nauðsyn er á, að úr rætist sem fyrst.
Ýmis mál óafgreidd.
Ekki þykir gerlegt að geta hér allra þeirra mála, sem Stúdentaráð
fjallaði um á starfsárinu. Ýmis mál eru óafgreidd og bíða næsta
ráðs, en hér hefur þó verið getið allra þeirra, er mestu skipta.
Lög um Stúdentaráð Háskóla fslands.
1. gr.
Við Háskóla íslands skal vera Stúdentaráð.
2. gr.
Stúdentaráð skal gæta hagsmuna stúdenta í hvívetna og vera full-
trúi þeirra innan háskólans og utan. Þó getur það skipað stúdenta
utan ráðsins, til þess að annast stjóm og framkvæmdir ýmissa mála
og fyrirtækja, er undir það heyra. Slíkar framkvæmdanefndir skulu
ávallt kosnar hlutbundnum kosningum. Sama gildir um stjóm ráðs-
ins og allar innanráðsnefndir. Stjóm og aðrar nefndir ráðsins skipta
sjálfar með sér verkum.
3. gr.
í Stúdentaráði eiga sæti 9 fulltrúar, kosnir hlutbundnum, leyni-
legum kosningum allra háskólastúdenta, með þeim undantekningum,
er í 7. grein getur.
4. gr.
Framboðslistum skal skilað í hendur fráfamdi Stúdentaráðs eigi
síðar en klukkan 12 á miðnætti hins 20. dags frá skólasetningar-
degi, að honum meðtöldum, enda auglýsi ráðið framboðsfrestinn með
14 daga fyrirvara.