Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1955, Page 141
139
stúdentafunda skal boða með auglýsingu, er festa skal upp á aug-
lýsingatöflu Háskólans, eigi síðar en tveim sólarhringum fyrr en
fundinn skal halda. Á almennum stúdentafundi ræður afl atkvæða.
Stúdentaráði er skylt að fara eftir fyrirmælum almenns stúdenta-
fundar um málefni, sem auglýst hafa verið í fundarboði, enda sé
að minnsta kosti hluti allra háskólastúdenta mættur á fundin-
um.
Ef almennur stúdentafundur lýsir vanþóknun á Stúdentaráði, skal
það fara frá. Þó er því heimilt að kveðja til annars almenns stúdenta-
fundar, er boða skal sem fyrr segir, innan fjögra daga, um van-
traustið. Ef vantraustið verður þá aftur samþykkt, skal ráðið fara
frá og stofna til nýrra kosninga með venjulegum hætti, að öðru
leyti en því, að framboðsfrestur skal vera ein vika.
20. gr.
Með lögum þessum eru úr gildi numin lög um Stúdentaráð fslands
frá 1933.
Lögum þessum verður ekki breytt né við þau aukið nema sam-
þykkt hafi verið á tveimur almennum stúdentafundum í röð, enda
sé að minnsta kosti % háskólastúdenta mættur á hvorum fundin-
um.
Lagabreytingar ber að auglýsa í fundarboði.
21, gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Ársskýrsla íþróttafélags stúdenta
1954—1955.
Stjóm félagsins skipa eftirtaldir menn:
Friðleifur Stefánsson, stud. odont., formaður.
Sigurður G. Sigurðsson, stud. oecon., gjaldkeri.
Sverrir Georgsson, stud. med., ritari.
Jón Hallsson, stud. med., varaformaður.
Varamenn: Axel Einarsson og Hörður Felixson.
Endurskoðendur: Magnús Sigurðsson stud. med. og Valgeir Ár-
sælsson stud. oecon.
Stjómin hélt nokkra fundi á starfsárinu, þar sem ýmis mál voru
tekin til meðferðar. Einkum lagði stjómin áherzlu á að hvetja
stúdenta til íþróttaiðkana samfara námi. Fastir æfingartímar vom