Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Qupperneq 6
4
að rifja upp helztu viðburði liðins háskólaárs og veita viðtöku
nýjum stúdentum.
Fyrsta háskólahátíðin haldin í þessum sal fór fram 1. vetrar-
dag, 26. október 1940, og er þessi samkoma því hin 21. í röðinni.
Ég minni á þetta vegna þess, að ég geri ráð fyrir, að hún verði
líka hin síðasta, sem hér fer fram. Næsta háskólahátíð verður
að öllu sjálfráðu og forfallalausu haldin í hinu nýja samkomu-
húsi háskólans við Melatorg, sem þessa dagana er að komast
undir þak. Langt er síðan að þessi salur varð alltof lítill til að
rúma með góðu móti árshátíð háskólans, og nú er svo komið, að
hann rúmar með naumindum hina nýju stúdenta haust hvert.
Er því löngu mál til komið, að hátíðin sé færð í húsakynni, sem
meir séu við hæfi, og að sjálfsögðu verða þessar samkomur í
framtíðinni með öðru og veglegra sniði, enda mun þá verða
kostað kapps um að þátttaka eldri stúdenta verði þar með öðr-
um hætti en tíðkazt hefir hér um hríð, en kalla má, að þeir
séu nú með öllu útilokaðir vegna rúmleysis.
Á vorum dögum fara gagnkvæm samskipti þjóða í ýmsum
myndum stöðugt vaxandi. Þátttaka í slíkri samvinnu verður og
æ stærri liður í starfi háskólanna. Er árlega varið allmiklu fé
og starfi undir þennan lið. Er hér í fyrsta lagi um að ræða þátt-
töku í samtökum háskóla, stærri og minni. Má þar til nefna Al-
þjóðasamband háskóla, er Háskóli Islands á aðild að, og Sam-
band háskóla í Vestur-Evrópu, er háskóli vor er enn ekki reglu-
legur aðili að, en hann hefir samt um nokkur undanfarin ár
fylgzt stöðugt með störfum þess. Þá hafa háskólarnir á Norður-
löndum lengi haft allnáið en að vísu óformlegt samband sín á
milli, og hefir Háskóli íslands tekið þátt í því. En auk funda,
sem sambönd þessi standa að, eru árlega haldnar samkomur og
þing háskólamanna víðsvegar af löndum í ýmsum fræðigrein-
um, sem nauðsynlegt er fyrir okkur hér að eiga þátt í og fylgj-
ast með. Þá ber hér að nefna fyrirlestraferðir og kynningar-
ferðir háskólakennara og þátttöku í ýmiskonar hátíðahöldum.
sem til er boðið gestum frá erlendum háskólum. Hér eigum við
Islendingar sérstaklega óhægt um vik, vegna þess hversu langt
við eigum oftast tilsóknar og ferðalög kostnaðarsöm. Af þeim