Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 7
5
ástæðum hefir til dæmis lítið orðið úr þátttöku héðan í þingi
alþjóðasambands háskóla, sem nú síðast var haldið í Mexico í
september í haust. Á för sinni um Bandaríkin og til Canada á
síðasta sumri heimsótti rektor háskólans allmarga háskóla og
kynnti sér hagi og starfshætti þeirra eftir föngum. Var sú ferð
öll hin fróðlegasta. I september var rektor viðstaddur vígslu há-
skólans í Stokkhólmi — áður Stockholms högskola — og nokkr-
um dögum síðar tók hann þátt í 50 ára afmæli tekniska háskól-
ans í Þrándheimi og afhenti við það tækifæri skrautritað ávarp
frá Háskóla íslands.
Á síðastliðnu vori fengu 11 háskólakennarar styrk til utan-
farar, flestir í þeim erindum að sitja mót vísindamanna, hver í
sinni grein. Að því leyti, sem fjárveiting úr Sáttmálasjóði hrökk
ekki til, naut háskólinn nú eins og um hríð undanfarið stuðn-
ings hæstvirts menntamálaráðherra, dr. Gylfa þ. Gíslasonar.
Tveir háskólakennarar gátu ekki notað styrkinn að þessu
sinni, en 9 notuðu hann, sem hér segir:
Prófessor Magnús Már Lárusson sótti 4. þing guðfræðideilda
háskóla á Norðurlöndum í Lundi í ágúst og flutti yfirlit um nám
í guðfræði hér við háskólann.
Prófessor Júlíus Sigurjónsson sótti Alþjóðaþing um skjald-
kyrtilssjúkdóma í London í júlí og hélt þar fyrirlestur.
Prófessor Sigurður Samúélsson sótti fund norrænna lyflækna
um kransæðasjúkdóma í Oslo.
Prófessor Snorri Hallgrímsson sótti Alþjóðamót skurðlækna
í Sandefjord, Noregi.
Prófessor Níels Dungal sótti Alþjóðamót meinafræðinga í
London í júlí, Alþjóðaþing um meinafræði og Alþjóðaþing um
sullaveiki í september í Róm. Hélt hann fyrirlestra á öllum
þingunum.
Prófessor Ólafur Björnsson sótti Norrænt hagfræðingamót í
ágúst í Marstrand, Svíþjóð.
Prófessor Hreinn Benediktsson sótti fyrsta alþjóðaþing mál-
lýzkufræðinga, sem haldið var í Briissel og Louvain í Belgíu