Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Qupperneq 10
8
þessa ungu lektora velkomna til starfa, um leið og ég þakka hin-
um fyrri lektorum langt og gott starf hér í háskólanum.
Síðastliðið háskólaár luku 61 stúdent fullnaðarprófi svo sem
hér segir: 1 guðfræði 3, í læknisfræði 14, í tannlækningum 3, í
lyfjafræði, fyrra hluta, 2, í lögfræði 10, í viðskiptafræðum 8, í
íslenzkum fræðum 1 meistaraprófi og 1 kandídatsprófi, í B.A.
námi 6, í verkfræði, fyrra hluta, 11. Tveir erlendir stúdentar
luku prófi í íslenzku.
Alls eru nú skráðir í nemendaskrá háskólans 784 stúdentar.
Nýir stúdentar, innritaðir á þessu ári, eru 210, þar af innritaðir
í guðfræðideild 3, í læknadeild 37, í laga- og viðskiptadeild 45, í
heimspekideild 109, og í verkfræðideild 16. Á þessu ári fór fram
ein vörn fyrir doktorsnafnbót í heimspekideild. Frú Selma Jóns-
dóttir varði ritgerð sína, Byzönsk dómsdagsmynd í Flatatungu,
16. janúar. Andmælendur voru dr. Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður og dr. Wormald frá Lundúnaháskóla.
Byggingaframkvæmdum, sem háskólinn hefir staðið fyrir að
undanförnu, er nú langt komið. Lokið er að fullu við endurbygg-
ingu íþróttahússins og tekið i notkun húsnæði, sem þar hefir
verið útbúið fyrir kennslu í efnafræði og eðlisfræði. Þá hefir
til fulls verið gengið frá húsnæði fyrir náttúrugripasafnið á
Laugavegi 105. Þessum framkvæmdum var langt komið í lok
síðasta árs. 1 sjálfu háskólahúsinu hefir íslenzka orðabókin
fengið húsnæði það, sem tannlæknadeildin hafði áður, en fyrr-
verandi húsnæði orðabókarinnar hefir verið tekið undir skrif-
stofur kennara. Er þessu verki einnig lokið. Þá hefir húsnæði,
sem kennslan í eðlisfræði hafði áður í kjallara hússins, verið
útbúið til afnota fyrir stúdenta. Er þar komið upp kaffistofu,
húsrými fyrir bóksölu stúdenta og 2 fundaherbergjum til afnota
fyrir deildafélög stúdenta. Er þessari smíði einnig lokið. Aðgerð
við glugga á háskólabyggingunni að utanverðu er hafin, en því
miður ekki lokið og verður að bíða næsta vors. Samkomuhús
háskólans við Melatorg er nú fokhelt, og er svo ráð fyrir gert,
að það verði fullbúið næsta vor. Allar hafa framkvæmdir þessar
kostað mikið fé, en munu verða til mikils hagræðis fyrir háskól-
ann í framtíðinni.