Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 11
9
Á þessu háskólaári hafa háskólanum borizt gjafir, sem skylt
er að minnast þakksamlega. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson
hefir gefið skólanum samtals 15 þús. kr. til eflingar gjafasjóðum
þeim, sem hann hefir stofnað og nema nú allmiklum upphæðum.
Hefir enginn núlifandi einstaklingur hér á landi sýnt háskólan-
um meira veglyndi og hlýhug en Þorsteinn Scheving Thorsteins-
son. Er slíkt stórum þakkarvert, enda mun háskólinn og nem-
endur hans lengi minnugir verða þessa ágæta stuðningsmanns
síns. Þá gaf Egill Vilhjálmsson h/f hér í bænum á 30 ára afmæli
fyrirtækisins námstyrk til stúdents í viðskiptafræðum til þess
að ljúka prófi i viðskiptafræðum og prófi frá erlendum háskóla
í sömu grein í næstu 3 ár á eftir, samtals 70 þús. kr., er skiptist
á fjögurra ára námstíma.
Loks stofnaði frú Hólmfríður Pétursson í Winnipeg og Mar-
grét dóttir hennar minningarsjóð um dr. Rögnvald Pétursson
14. ágúst nú í sumar. Þessi sjóður er um 7500 dollarar, en verður
aukinn um næstu áramót í 15 þús. dollara, eða hátt á 6. hundrað
þús. kr. í vorum peningum. Þessi sjóður er eign háskólans, en
um notkun hans fer eftir skipulagsskrá, sem síðar verður sett.
Vil ég fyrir háskólans hönd þakka þessa höfðinglegu gjöf, sem
ég vona að orðið geti til mikilla nytja í framtíðinni.
Læt ég svo lokið skýrslu um störf háskólans á háskólaárinu
1959—1960.
Starfsár það, sem nú hefst hér í Háskóla Islands, er hið 50.
í röðinni; þegar því lýkur, eða á næsta sumri, hefir háskólinn
starfað í hálfa öld. Við það tækifæri verður ýmislegt rifjað upp
úr sögu þessara ára. Ég mun því ekki gera fortiðina að umtals-
efni nú. Afmæli heillar eða hálfrar aldar eru heldur ekki til þess
eins fallin að horfa um öxl, til liðinna atburða, þótt oft sé látið
við það lenda. Ég vil að minnsta kosti óska þess, að þessi tíma-
mót í sögu háskólans verði sem flestum þeim, sem áhuga hafa á
framför og menntun í landi voru, hvöt til þess að leiða hugann
að framtíðinni. Saga hins liðna er að vísu skemmtilegt viðfangs-
efni, og margt má af henni læra til hvatningar eða viðvörunar.
En meira er samt um framtíðina vert, hina óorðnu sögu. Hún er
2