Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 17
15
við þau skilyrði, sem náttúra vors eigin lands og staðhættir
skapa. Læt ég svo útrætt um þessi efni að sinni.
Ég hefi nú rætt nokkuð um starfsemi háskólans og viðfangs-
efni í framtíðinni, að nokkru leyti í tilefni þess, að skólinn hefir
nú starfað nærfellt hálfa öld. Frumbýlingsárunum er að ljúka
og nýtt tímaskeið í þann veginn að hefjast, ef allt fer með felldu.
Einhvern tíma á næsta sumri eða hausti mun háskólinn halda
hátíðlegt 50 ára afmæli sitt.
Hátíð er til heilla bezt. Mér kemur nú í hug, að þótt vér að
sjálfsögðu rækjum skyldur okkar við náungann ámælislaust,
jafnvel í betra lagi, þá erum við því ekki vanir að bera hann lofi
eða sýna honum beinan höfðingsskap, nema helzt þegar um
meiriháttar afmæli er að ræða. Stundum jafnvel bregzt það líka.
Ég veit svo sem ekki hvers háskóli vor má vænta á hálfrar aldar
afmæli sínu, og líklega er hann of stór orðinn til þess að óska
sér, eins og litlu börnin gera. Samt held ég að ég hætti á að bera
fram tvær óskir fyrir skólans hönd. Ég vil óska þess, að háskóla-
bærinn Reykjavík afhendi háskólanum umráðarétt yfir land-
spildu meðfram Suðurgötu frá Hringbraut vestur undir Gríms-
staðaholt, svo breiða sem verða má vegna bygginga þeirra, sem
nú eru að rísa og fyrirhugaðar eru við Hagatorg. Ég hefi reynd-
ar farið þess á leit áður og fengið vinsamlegar undirtektir, en
úrslitin hafa dregizt til þessa. Landsvæði það, sem hér er um að
ræða, er í næsta nágrenni skólans og í rauninni eina opna land-
svæðið, sem kalla má að liggi að sjálfu Háskólahverfinu og geti
fallið inn í það. Reykjavíkurbær hefir látið sér farast vel við
háskólann, en betur má ef duga skal. Okkur Islendingum er lítt
gefið að sjá langt fram í tímann, þar sem um er að ræða bygg-
ingar og skipulagsmál. Þar standa ýmsar þjóðir okkur framar,
en samt er ekki ótítt um háskóla, jafnvel í Ameríku, að þá þrýt-
ur svigrúm innan þeirra landamerkja, sem þeim voru í upphafi
sett af mikilli víðsýni og raunsæi, og verða nú að kaupa hús og
lóðir í nágrenni sínu til þess að geta komið sér upp nýjum stofn-
unum og byggingum. Slíkt verður hlutskipti háskóla vors innan
ekki mjög langs tíma, ef ekki er að gert og honum tryggðar þær