Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 17

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 17
15 við þau skilyrði, sem náttúra vors eigin lands og staðhættir skapa. Læt ég svo útrætt um þessi efni að sinni. Ég hefi nú rætt nokkuð um starfsemi háskólans og viðfangs- efni í framtíðinni, að nokkru leyti í tilefni þess, að skólinn hefir nú starfað nærfellt hálfa öld. Frumbýlingsárunum er að ljúka og nýtt tímaskeið í þann veginn að hefjast, ef allt fer með felldu. Einhvern tíma á næsta sumri eða hausti mun háskólinn halda hátíðlegt 50 ára afmæli sitt. Hátíð er til heilla bezt. Mér kemur nú í hug, að þótt vér að sjálfsögðu rækjum skyldur okkar við náungann ámælislaust, jafnvel í betra lagi, þá erum við því ekki vanir að bera hann lofi eða sýna honum beinan höfðingsskap, nema helzt þegar um meiriháttar afmæli er að ræða. Stundum jafnvel bregzt það líka. Ég veit svo sem ekki hvers háskóli vor má vænta á hálfrar aldar afmæli sínu, og líklega er hann of stór orðinn til þess að óska sér, eins og litlu börnin gera. Samt held ég að ég hætti á að bera fram tvær óskir fyrir skólans hönd. Ég vil óska þess, að háskóla- bærinn Reykjavík afhendi háskólanum umráðarétt yfir land- spildu meðfram Suðurgötu frá Hringbraut vestur undir Gríms- staðaholt, svo breiða sem verða má vegna bygginga þeirra, sem nú eru að rísa og fyrirhugaðar eru við Hagatorg. Ég hefi reynd- ar farið þess á leit áður og fengið vinsamlegar undirtektir, en úrslitin hafa dregizt til þessa. Landsvæði það, sem hér er um að ræða, er í næsta nágrenni skólans og í rauninni eina opna land- svæðið, sem kalla má að liggi að sjálfu Háskólahverfinu og geti fallið inn í það. Reykjavíkurbær hefir látið sér farast vel við háskólann, en betur má ef duga skal. Okkur Islendingum er lítt gefið að sjá langt fram í tímann, þar sem um er að ræða bygg- ingar og skipulagsmál. Þar standa ýmsar þjóðir okkur framar, en samt er ekki ótítt um háskóla, jafnvel í Ameríku, að þá þrýt- ur svigrúm innan þeirra landamerkja, sem þeim voru í upphafi sett af mikilli víðsýni og raunsæi, og verða nú að kaupa hús og lóðir í nágrenni sínu til þess að geta komið sér upp nýjum stofn- unum og byggingum. Slíkt verður hlutskipti háskóla vors innan ekki mjög langs tíma, ef ekki er að gert og honum tryggðar þær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.