Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Qupperneq 18
16
óbyggðu lendur, sem ég nefndi. En með því rausnarbragði af
hálfu bæjarins mun ekki þurfa að kvíða neinu um alllanga hríð
fram í tímann.
Ég vil bera fram aðra ósk, og henni beini ég til hæstvirtrar
ríkisstjórnar og hins háa Alþingis. Hún er sú, að nú þegar á
næsta ári verði fé veitt til þess að reisa nýtt hús yfir Lands-
bókasafnið og Þjóðskjalasafnið, þar sem þessar stofnanir verði
sameinaðar háskólabókasafninu, svo sem lög gera nú ráð fyrir,
og verði hið nýja safnhús reist við Suðurgötu á landspildu þeirri,
sem ég nefndi áður. Hér er um að ræða mikilsháttar framkvæmd,
sem taka mun nokkur ár að fullgera, og því nauðsynlegt að
byrjað verði sem fyrst. Af ýmsum vanhögum skólans er sá ekki
minnstur, að hann skortir bókakost og húsrúm fyrir stúdent-
ana til lestrar og vinnu, sem m. a. sést af því, að lestrarsalur-
inn í bókasafni skólans tekur aðeins 40 menn í sæti. Ég hefi
áður lýst þeirri fáránlegu staðreynd, að um nær 40 ár hefir
ríkið ekki fengizt til að verja einum eyri til bókakaupa handa
sjálfum háskólanum. Mun þetta vera heimsmet. Það er von mín,
að þegar hið nýja safnhús er risið af grunni, muni bókakostur
og starfskraftar safnanna nýtast betur en áður, líka fyrir háskól-
ann, og svo þeir fjármunir, sem til bókaöflunar verða veittir,
enda verði þá aflétt þeirri fjármálastefnu, sem telur f jármunum
ríkisins til alls annars betur varið en til kaupa á fræðiritum til
þarfa æðstu menntastofnunar landsins.
Nýstúdentar.
Innan stundar mun ég afhenda ykkur háskólaborgarabréf
ykkar. Þar með er sáttmáli staðfestur milli háskólans og ykkar
á þann veg, að þið af ykkar hálfu heitið að virða lög hans og
reglur, en háskólinn mun að sínu leyti veita ykkur þau réttindi
og þá vernd, sem réttum háskólaborgara ber að lögum. Þið hafið
hvert og eitt ykkar valið ykkur námsefni. Það er réttur ykkar
og í fullu frelsi gert. En háskólanámið fylgir sínum eigin lögum,
og þau hljótið þið að halda í heiðri, ef þið viljið ná góðum
árangri í starfi ykkar hér.